Ár 2010, mánudaginn 20. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Björk Vilhelmsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
S. Björn Blöndal
Páll S. Brynjarsson
Sturlaugur Sturlaugsson
Sigurður Sverrir Jónsson
 
Varafulltrúar:
            Kjartan Magnússon
 
Áheyrnarfulltrúar:
Hermann Bridde
Gunnar Sigurðsson
 
 
Auk þess sátu fundinn: Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
 
1.    Bréf Hafnasambands Íslands dags. 16.8.2010 um boðun á hafnasambandsþing dagana 23. og 24. september á Snæfellsnesi ásamt skýrslu stjórnar HÍ.
Lagt fram.
 
2.    Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010 ásamt minnisblaði hafnarstjóra dags. 15. september 2010.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum minnisblaðsins. Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2010 og samþykkir að senda þær eignaraðilum til staðfestingar.
 
3.    Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 31.8.2010 varðandi framkvæmdir við Ingólfsgarð.
Lagt fram.
 
4.    Aðalfundarsamþykkt Viðeyingafélagsins frá 29.8.2010.
Lagt fram.
 
5.    Lóðaumsóknir og lóðamál.
a.    Umsókn Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 29.8.2010 um lóð að Klettagörðum 4.
Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að ganga til viðræðna við félagið um gerð lóðagjaldasamnings.
 
b.    Bréf Metanorku ehf. dags. 30.8.2010 þar sem óskað er eftir aðstöðu fyrir metanafgreiðslustöð á hafnarsvæði Faxaflóahafna.
Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við fulltrúa Metanorku og gera tillögu að staðsetningu lóðar fyrir metanafgreiðslustöð.
 
c.    Endurnýjun lóðarleigusamnings á Gelgjutanga – Kjalarvogur 10.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu lóðarleigusamnings um lóðina og er honum falið að leggja fyrir stjórnina tillögu að nýjum lóðarleigusamningi í samræmi við umræður á fundinum. Haft verði samráð við borgarlögmann um endanlega útfærslu.
 
d.    Bygging aðstöðu fyrir smábátaútgerð á Akranesi.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir áhuga nokkurra aðila á Akranesi á að reisa aðstöðu vegna smábátaútgerðar á lóðinni nr. 3 við Faxabraut. Hafnarstjóra falið að ræða við bæjaryfirvöld á Akranesi um framgang málsins og ganga frá nauðsynlegum samningum í því efni.
 
6.    Umsóknir um styrki:
a.    Umsókn Ljósops ehf. dags. 20.4.2010 um styrk til heimildamyndagerðar um varðskipið Óðinn.
Samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr. 100.000.
b.    Umsókn Sigvalda Arasonar og Gunnars Ólafssonar f.h. hóps áhugamanna um samgöngur á sjó á Faxaflóa dags. 5.7.2010 um styrk vegna smíða á módelum af m/s Laxfossi og m/s Akraborg.
Samþykkt að að veita styrk að fjárhæð kr. 100.000.
c.    Umsókn Helgu Bjargar Gylfadóttur dags. 30.8.2010 um styrk vegna þátttöku í samsýningu nýútskrifaðra listamanna í Listasafni Kópavogs – Gerðasafni.
Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu.
 
7.    Önnur mál.
a.    Skipulagsráðstefna í Stavanger.
Formaður greindi frá ferð þriggja fulltrúa Faxaflóahafna sf. til Stavanger en nánar verður gerð grein fyrir efninu á næsta fundi.
b.    Gönguferð um hafnarsvæði Gömlu hafnarinnar n.k. laugardag.
Formaður greindi frá því að fyrirhugað sé að efna til gönguferðar til fróðleiks fyrir almenning og áhugasama næsta laugardag.
c.    Málefni Sjóminjasafnsins.
Formaður greindi frá málefnum Sjóminjasafnsins.
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45
 
 

Fundur nr. 78
Ár 2010, mánudaginn 20. september kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Hjálmar Sveinsson

Björk Vilhelmsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

S. Björn Blöndal

Páll S. Brynjarsson

Sturlaugur Sturlaugsson

Sigurður Sverrir Jónsson

Varafulltrúar:

Kjartan Magnússon

Áheyrnarfulltrúar:

Hermann Bridde

Gunnar Sigurðsson

Auk þess sátu fundinn: Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Bréf Hafnasambands Íslands dags. 16.8.2010 um boðun á hafna-sambandsþing dagana 23. og 24. september á Snæfellsnesi ásamt skýrslu stjórnar HÍ.
Lagt fram.
2. Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2010 ásamt minnisblaði hafnarstjóra dags. 15. september 2010.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir helstu atriðum minnisblaðsins. Hafnar-stjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að breytingu á fjárhagsáætlun ársins 2010 og samþykkir að senda þær eignaraðilum til stað¬festingar. 
3. Minnisblað aðstoðarhafnarstjóra dags. 31.8.2010 varðandi framkvæmdir við Ingólfsgarð.
Lagt fram.
4. Aðalfundarsamþykkt Viðeyingafélagsins frá 29.8.2010.
Lagt fram.
5. Lóðaumsóknir og lóðamál.

a. Umsókn Iceland Excursions Allrahanda ehf. dags. 29.8.2010 um lóð að Klettagörðum 4.

Hafnarstjórn heimilar hafnarstjóra að ganga til viðræðna við félagið um gerð lóðagjaldasamnings. 

b. Bréf Metanorku ehf. dags. 30.8.2010 þar sem óskað er eftir aðstöðu fyrir metanafgreiðslustöð á hafnarsvæði Faxaflóahafna.

Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að ræða við fulltrúa Metanorku og gera tillögu að staðsetningu lóðar fyrir metanafgreiðslustöð. 

c. Endurnýjun lóðarleigusamnings á Gelgjutanga – Kjalarvogur 10.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu lóðarleigusamnings um lóðina og er honum falið að leggja fyrir stjórnina tillögu að nýjum lóðarleigu¬samningi í samræmi við umræður á fundinum. Haft verði samráð við borgarlögmann um endanlega útfærslu. 

d. Bygging aðstöðu fyrir smábátaútgerð á Akranesi.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir áhuga nokkurra aðila á Akranesi á að reisa aðstöðu vegna smábátaútgerðar á lóðinni nr. 3 við Faxabraut. Hafnarstjóra falið að ræða við bæjaryfirvöld á Akranesi um framgang málsins og ganga frá nauðsynlegum samningum í því efni. 
6. Umsóknir um styrki:

a. Umsókn Ljósops ehf. dags. 20.4.2010 um styrk til heimildamyndagerðar um varðskipið Óðinn.

Samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr. 100.000.

b. Umsókn Sigvalda Arasonar og Gunnars Ólafssonar f.h. hóps áhugamanna um samgöngur á sjó á Faxaflóa dags. 5.7.2010 um styrk vegna smíða á módelum af m/s Laxfossi og m/s Akraborg.

Samþykkt að veita styrk að fjárhæð kr. 100.000.

c. Umsókn Helgu Bjargar Gylfadóttur dags. 30.8.2010 um styrk vegna þátttöku í samsýningu nýútskrifaðra listamanna í Listasafni Kópavogs – Gerðasafni.

Hafnarstjórn getur ekki orðið við erindinu. 
7. Önnur mál.
a. Skipulagsráðstefna í Stavanger.
Formaður greindi frá ferð þriggja fulltrúa Faxaflóahafna sf. til Stavanger en nánar verður gerð grein fyrir efninu á næsta fundi.

b. Gönguferð um hafnarsvæði Gömlu hafnarinnar n.k. laugardag.

Formaður greindi frá því að fyrirhugað sé að efna til gönguferðar til fróðleiks fyrir almenning og áhugasama næsta laugardag.

c. Málefni Sjóminjasafnsins.

Formaður greindi frá málefnum Sjóminjasafnsins. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:45

FaxaportsFaxaports linkedin