fbpx

Ár 2011, föstudaginn 14. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 08:00.

 
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Garðar G. Norðdahl
Sigurður Sverrir Jónsson
Björk Vilhelmsdóttir
Páll S. Brynjarsson
Páll H. Hjaltason
Júlíus Vífill Ingvarsson
 
Varafulltrúi:
Kjartan Magnússon
 
Áheyrnarfulltrúar:
Gunnar Sigurðsson
Karl Lárus Hjaltested
 
 
Auk þess sátu fundinn: Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
 
 
1.     Fjárhagsáætlun 2012:
a. Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2012.
b. Tillaga að gjaldskrá sem taki gildi 1. janúar 2012.
c.   Tillaga að áætlun um rekstur og fjárfestingar árin 2012-2017.
d. Greinargerðir hafnarstjóra með fjárhagsáætlun og langtímaáætlun dags.     10.10.2011.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi áætlunum og tillögu að breytingu á gjaldskrá. Ýmis mál voru rædd varðandi áætlunina m.a. fyrirspurn frá GS um skipulagsmál.
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir tillögu að fjárhagsáætlun og gjald­skrá fyrir árið 2012 og fyrir tímabilið 2013-2017. JVI og KM sitja hjá.
 
2.    Greinargerð Eflu – verkfræðistofu, dags. í ágúst 2011 varðandi umhverfismál Faxaflóahafna sf. og tillaga starfshóps að umhverfisstefnu fyrir Faxaflóahafnir sf. Minnisatriði varðandi verkþætti við innleiðingu stefnunnnar ásamt drögum að aðgerðaráætlun.
Stjórnin samþykkir tillögu að umhverfisáætlun fyrir Faxaflóahafnir sf. og felur hafnarstjóra að vinna að innleiðingu hennar á grundvelli þess verkefna­­­­lista sem lagður er fram og umræðna á fundinum.
 
3.    Forkaupsréttarmál:
a.    Erindi Eignamiðlunar ehf., dags. 10.10.2011 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45, fastanr. 229-6867. Seljandi Landsbankinn hf. Kaupandi Verslunin Fríða frænka ehf.
Afgreiðsla um að fallið sé frá forkaupsrétti staðfest með venjulegum fyrirvara um að not eignarinnar sé í samræmi við lóðarleigusamning og skipulag.
 
4.    Erindi borgarstjórans í Reykjavík dags. 15.9.2011 þar sem óskað er umsagnar um tillögu varðandi áhrif á fyrirhugaðri breytingu á lögum um stjórn fiskveiða á atvinnulíf í Reykjavík. Drög hafnarstjóra að umsögn dags. 10.10.2011.
Afreiðslu frestað.
 
5.    Lóðamál:
a.    Erindi Landsnets um úthlutun lóðar fyrir nýtt tengivirki á Grundartanga dags. 10.10.2011 ásamt uppdrætti með tillögu að breytingu á deiliskipulagi.
Hafnarstjórn samþykkir vilyrði fyrir úthlutun lóðar til Landsnets á umbeðnu svæði með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi. Hafnarstjóra falið að óska eftir nauðsynlegri breytingu á deiliskipulagi og ganga frá samkomulagi um lóðagjöld.
 
6.    Erindi Hvalfjarðarsveitar dags. 15.9.2011 varðandi bókun sveitarstjórnar um kynningu á flutningi á flæði- og kerbrotagryfju við Grundartangahöfn. Minnisblað hafnarstjóra dags. 28.9.2011.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Lagt fram.
 
7.    Erindi forstöðmanns Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík dags. 26.9.2011 um framtíðarrekstur safnsins.
Ef vilji stjórnar Sjóminjasafnsins er að óska eftir því að safnið verði rekið sem eitt af söfnum Reykjavíkurborgar þá gerir stjórn Faxaflóahafna sf. ekki athugasemd við það.
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 09:35
 
 
 

Fundur nr. 91
Ár 2011, föstudaginn 14. október kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 08:00.
Mættir:

Hjálmar Sveinsson

Garðar G. Norðdahl

Sigurður Sverrir Jónsson

Björk Vilhelmsdóttir

Páll S. Brynjarsson

Páll H. Hjaltason

Júlíus Vífill Ingvarsson

Varafulltrúi:

Kjartan Magnússon

Áheyrnarfulltrúar:

Gunnar Sigurðsson

Karl Lárus Hjaltested

Auk þess sátu fundinn: Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi, Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Fjárhagsáætlun 2012:

a. Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2012.

b. Tillaga að gjaldskrá sem taki gildi 1. janúar 2012.

c. Tillaga að áætlun um rekstur og fjárfestingar árin 2012-2017.

d. Greinargerðir hafnarstjóra með fjárhagsáætlun og langtímaáætlun dags. 10.10.2011.

Hafnarstjóri gerði grein fyrir fyrirliggjandi áætlunum og tillögu að breytingu á gjaldskrá. Ýmis mál voru rædd varðandi áætlunina m.a. fyrirspurn frá GS um skipulagsmál.
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir tillögu að fjárhagsáætlun og gjald¬skrá fyrir árið 2012 og fyrir tímabilið 2013-2017. JVI og KM sitja hjá. 
2. Greinargerð Eflu – verkfræðistofu, dags. í ágúst 2011 varðandi umhverfismál Faxaflóahafna sf. og tillaga starfshóps að umhverfisstefnu fyrir Faxaflóahafnir sf. Minnisatriði varðandi verkþætti við innleiðingu stefnunnar ásamt drögum að aðgerðaráætlun.
Stjórnin samþykkir tillögu að umhverfisáætlun fyrir Faxaflóahafnir sf. og felur hafnarstjóra að vinna að innleiðingu hennar á grundvelli þess verkefnalista sem lagður er fram og umræðna á fundinum. 
3. Forkaupsréttarmál:

a. Erindi Eignamiðlunar ehf., dags. 10.10.2011 um að fallið verði frá forkaupsrétti á Fiskislóð 45, fastanr. 229-6867. Seljandi Landsbankinn hf. Kaupandi Verslunin Fríða frænka ehf.

Afgreiðsla um að fallið sé frá forkaupsrétti staðfest með venjulegum fyrirvara um að not eignarinnar sé í samræmi við lóðarleigusamning og skipulag. 
4. Erindi borgarstjórans í Reykjavík dags. 15.9.2011 þar sem óskað er umsagnar um tillögu varðandi áhrif á fyrirhugaðri breytingu á lögum um stjórn fiskveiða á atvinnulíf í Reykjavík. Drög hafnarstjóra að umsögn dags. 10.10.2011.
Afreiðslu frestað. 
5. Lóðamál:

a. Erindi Landsnets um úthlutun lóðar fyrir nýtt tengivirki á Grundartanga dags. 10.10.2011 ásamt uppdrætti með tillögu að breytingu á deili-skipulagi.

Hafnarstjórn samþykkir vilyrði fyrir úthlutun lóðar til Landsnets á umbeðnu svæði með fyrirvara um breytingu á deiliskipulagi. Hafnarstjóra falið að óska eftir nauðsynlegri breytingu á deiliskipulagi og ganga frá samkomulagi um lóðagjöld. 
6. Erindi Hvalfjarðarsveitar dags. 15.9.2011 varðandi bókun sveitarstjórnar um kynningu á flutningi á flæði- og kerbrotagryfju við Grundartangahöfn. Minnisblað hafnarstjóra dags. 28.9.2011.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir málinu. Lagt fram. 
7. Erindi forstöðumanns Víkurinnar – Sjóminjasafnsins í Reykjavík dags. 26.9.2011 um framtíðarrekstur safnsins.
Ef vilji stjórnar Sjóminjasafnsins er að óska eftir því að safnið verði rekið sem eitt af söfnum Reykjavíkurborgar þá gerir stjórn Faxaflóahafna sf. ekki athugasemd við það. 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 09:35

FaxaportsFaxaports linkedin