Ár 2012, föstudaginn 11. maí kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 13:00.

 
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Páll H. Hjaltason
Björk Vilhelmsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Garðar G. Norðdahl
Sigurður Sverrir Jónsson
Páll Brynjarsson
 
Áheyrnarfulltrúar:
Gunnar Sigurðsson
Karl Lárus Hjaltested
 
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
 
1.     Endurskoðun fjárhagsáætlunar 2012. Rekstraryfirlit janúar til apríl 2012.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir tillögum um breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2012. Hafnarstjórn samþykkir breytingarnar og felur hafnarstjóra að gera eignaraðilum grein fyrir þeim.
 
2.     Endurnýjun lóðarleigusamninga við Eimskip Ísland ehf. ásamt samkomulagi um lóðamál ódags.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi endurnýjun á lóðarleigusamningi Eimskipa Ísland ehf. og samkomulag um lóðamál.
 
3.     Drög að samningi um leigu hluta efri hæðar Bakkaskemmu.
Hafnarstjórn samþykkir samninginn.
 
4.     Endurfjármögnun langtímalána – tilboð. TRÚNAÐARMÁL
Hafnarstjóri gerði grein fyrir þeim tilboðum sem bárust frá 8 aðilum í endurfjármögnun langtímalána fyrirtækisins. Að tillögu hans er öllum tilboðum hafnað.
 
5.     Minnisblað varðandi ábendingar endurskoðanda með ársreikningi 2011.
Lagt fram.
 
6.     Staða lóðarmála í Sævarhöfða. Minnisblað hafnarstjóra dags. 7.4.2012.
Lagt fram.
 
7.     Tillaga varðandi dorgbryggju.
Hjálmar Sveinsson lagði fram eftirfarandi tillögu:
“Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að fela hafnarstjóra að kanna mögu­leika þess að koma fyrir dorgaðstöðu fyrir almenning í tengslum við uppsátur fyrir smábáta við Eyjarslóð. Skoðaðir verði hvort mögulegt sé að nota í þessu skyni flotpramma í eigu Faxaflóahafna sf. eða hvort önnur lausn sé heppilegri. Lögð verði fyrir stjórnina tillaga að útfærslu ásamt kostnaðarmati.
 
Greinargerð: Aðgengi almennings að góðum stað til dorgveiði í Reykjavík er takmarkað. Nokkuð er um að almenningur stundi dorgveiði við hafnar­mynni Gömlu hafnarinnar og hefur það valdið ákveðnum vandkvæðum vegna umferðar skipa um hafnarmynnið. Á Skarfagarði er nokkuð góð aðstaða og einnig á Skarfabakka en sá staður er innan hafnarverndar­svæðis og ekki tilgengilegur nema þegar ekki eru skip við bakka. Í því skyni að auðvelda almenningi aðgang að heppilegri aðstöðu við Gömlu höfnina er tillagan lögð fram. Aðstaða sem þessi er í senn tækifæri til þess að veita almenningi bætt aðgengi að sjó við Gömlu höfnina og endurvekja með bættri aðstöðu þá gömlu iðju barna og fullorðinna að renna fyrir fisk. Mikilvægt er að öryggi við aðstöðu sem þessa sé gætt eins og kostur er. Þegar tillögur og mat á kostnaði liggur fyrir verður framhald þess ákveðið.”
 
Hafnarstjórn samþykkir tillöguna.
 
8.     Tillaga varðandi lóðamál á Mýrargötu. (Lögð fram á fundi 13.4. 2012)
Stjórn Faxaflóahafna sf. samþykkir að tilkynna Reykjavíkurborg um áhuga stjó
rnar­innar á að hefja viðræður um eignarhald á landi við Mýrargötu og mörk hafnar og borgar á svæðinu.
Í þeim viðræðum verði einnig með sama hætti skoðuð mörk borgar og hafnar almennt við Gömlu höfnina á grundvelli þeirrar skoðunar stjórnar Faxaflóahafna sf. að eignarhald og rekstur á íbúðasvæðum tilheyri ekki hefðbundinni hafnarþjónustu þar sem hún er ekki hluti af kjarnastarfsemi félagsins.
 
9.     Bréf Hvalfjarðarsveitar dags. 16.4.2012 þar sem tilkynnt er um samþykki sveitastjórnar á breytingu á sameignarsamningi um Faxaflóahafnir sf.
Lagt fram.
 
10. Bréf bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar dags. 27.4.2012 um tilnefningu í starfshóp um uppbyggingu Akraneshafnar.
Af hálfu Faxaflóahafna sf. er Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri tilnefndur í starfshópinn.
 
11. Bréf Umhverfisstofnunar dags. 10.4.2012 um samþykkt umhverfisvöktunar­áætlunar fyrir iðnaðarsvæðið á Grundartanga 2012-2021.
Lagt fram.
 
12. Ársskýrsla Faxaflóahafna sf. og grænt bókhald fyrir árið 2011.
Hafnarstjórn samþykkir framlagða skýrslu um grænt bókhald.
 
 
 
13. Fjörusteinninn 2012.
Samþykkt að veita Samskipum hf., Kjalarvogi, Reykjavík, Fjörusteininn árið 2012.
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 14:00
 
 
 
FaxaportsFaxaports linkedin