Ár 2012, föstudaginn 22. júní kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.

 
Mættir:
Hjálmar Sveinsson
Páll H. Hjaltason
Björk Vilhelmsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson
Hanna Birna Kristjánsdóttir
Sigurður Sverrir Jónsson
Páll Brynjarsson
 
Varafulltrúar:
Einar Benediktsson
 
Áheyrnarfulltrúar:
Gunnar Sigurðsson
Kristjana Óladóttir
 
Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
 
1. Kosning varaformanns.
Tillaga var gerð um Pál Hjalta Hjaltason og var hann kjörinn samhljóða.
 
2. Umsókn HB Granda hf. dags. 5. júní um lóð og stækkun lóðar á Norðurgarði ásamt greinargerð og afstöðumyndum.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir erindinu. Umsóknin er í samræmi við framtíðarsýn Faxaflóahafna sf. og aðal- og deiliskipulag Reykjavíkur á þessu svæði og telur stjórnin jákvætt að fyrirtækið vilji byggja upp á svæðinu. Áður en tekin er endanleg afstaða til erindisins er óskað eftir greinargerð fyrirtækisins um framtíðar nýtingu eigna á lóðinni Grandagarður 20.
 
3. Aðalfundarboð Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf. dags. 8. júní 2012.
Aðstoðarhafnarstjóra falið að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum. Samþykkt að tilnefna Guðmund Eiríksson og Helga Laxdal í stjórn félagsins og þá Gísla Gíslason og Jón Þorvaldsson til vara.
 
4. Lánamál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála.
 
5. Staða framkvæmda. Minnisblað hafnarstjóra dags. 20. júní 2012.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu helstu verkefna.
 
6. Staða skipulagsverkefna. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 18. júní 2012.
Lagt fram.
 
7. Önnur mál:
a.    Umsókn um áfengisleyfi um borð í skipum.
      Ekki er gerð athugasemd við erindið.
b.    Páll S. Brynjarsson greindi frá fundi hans og fulltrúa Faxaflóahafna sf. með útgerðaraðilum i Borgarnesi. Hann nefndi nauðsyn þess að setja rennu fyrir sjósetningu báta við Borgarneshöfn m.a. vegna atviks sem átti sér stað nýlega, en slík renna er mikilvægur öryggisþáttur.
Samþykkt að fela hafnarstjóra framkvæmd verkefnisins.
c.    Næsti fundur stjórnar ákveðinn föstudaginn 24. ágúst.
 
 
Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:00
 

Fundur nr. 99
Ár 2012, föstudaginn 22. júní kom stjórn Faxaflóahafna sf. saman til fundar í fundarherbergi hafnarstjórnar í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu og hófst fundurinn kl. 09:00.
Mættir:

Hjálmar Sveinsson

Páll H. Hjaltason

Björk Vilhelmsdóttir

Júlíus Vífill Ingvarsson

Hanna Birna Kristjánsdóttir

Sigurður Sverrir Jónsson

Páll Brynjarsson

Varafulltrúar:

Einar Benediktsson

Áheyrnarfulltrúar:

Gunnar Sigurðsson

Kristjana Óladóttir

Auk þess sátu fundinn: Jón Þorvaldsson, aðstoðarhafnarstjóri, Guðmundur Eiríksson, forstöðumaður tæknideildar, Vignir Albertsson, skipulagsfulltrúi og Gísli Gíslason, hafnarstjóri, sem jafnframt ritar fundargerð.
1. Kosning varaformanns.
Tillaga var gerð um Pál Hjalta Hjaltason og var hann kjörinn samhljóða. 
2. Umsókn HB Granda hf. dags. 5. júní um lóð og stækkun lóðar á Norðurgarði ásamt greinargerð og afstöðumyndum.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir erindinu. Umsóknin er í samræmi við framtíðarsýn Faxaflóahafna sf. og aðal- og deiliskipulag Reykjavíkur á þessu svæði og telur stjórnin jákvætt að fyrirtækið vilji byggja upp á svæðinu. Áður en tekin er endanleg afstaða til erindisins er óskað eftir greinargerð fyrir¬tækisins um framtíðar nýtingu eigna á lóðinni Grandagarður 20. 
3. Aðalfundarboð Vatnsveitufélags Hvalfjarðarsveitar sf. dags. 8. júní 2012.
Aðstoðarhafnarstjóra falið að fara með umboð Faxaflóahafna sf. á fundinum. Samþykkt að tilnefna Guðmund Eiríksson og Helga Laxdal í stjórn félagsins og þá Gísla Gíslason og Jón Þorvaldsson til vara. 
4. Lánamál.
Hafnarstjóri gerði grein fyrir stöðu mála. 
5. Staða framkvæmda. Minnisblað hafnarstjóra dags. 20. júní 2012.
Hafnarstjóri fór yfir stöðu helstu verkefna. 
6. Staða skipulagsverkefna. Minnisblað skipulagsfulltrúa dags. 18. júní 2012.
Lagt fram. 
7. Önnur mál:

a. Umsókn um áfengisleyfi um borð í skipum.

Ekki er gerð athugasemd við erindið.

b. Páll S. Brynjarsson greindi frá fundi hans og fulltrúa Faxaflóahafna sf. með útgerðaraðilum i Borgarnesi. Hann nefndi nauðsyn þess að setja rennu fyrir sjósetningu báta við Borgarneshöfn m.a. vegna atviks sem átti sér stað nýlega, en slík renna er mikilvægur öryggisþáttur.

Samþykkt að fela hafnarstjóra framkvæmd verkefnisins.

c. Næsti fundur stjórnar ákveðinn föstudaginn 24. ágúst. 

Fleira ekki gert,
fundi slitið kl. 10:00