Faxaflóahafnir sf. styðja við, The Icelandic Pledge, á þann hátt að koma skilaboðunum úr herferðinni á framfæri á heimasíðu fyrirtækisins og Facebook síðu til ferðamanna á hafnarsvæðinu. Herferðin hvetur ferðamenn til að vinna þess heit að ferðast um landið með ábyrgum hætti.

Íslandsstofa er með ítarlegar upplýsingar um herferðina, en þar kemur meðal annars fram:

The Icelandic Pledge nær til átta atriða sem stuðla að ábyrgri ferðahegðun; að bera virðingu fyrir náttúrunni, að skilja við hana eins og komið var að henni, að keyra ekki utan vega, að koma sér ekki í hættulegar aðstæður við að taka myndir, að tjalda á viðeigandi tjaldsvæðum og að vera vel útbúinn á ferðalagi um Ísland. Verkefnið er unnið undir merki Inspired by Iceland en fólki býðst bæði að ýta á hnappinn við komuna til landsins og að strengja heitið á www.inspiredbyiceland.com/icelandicpledge