Í dag, föstudaginn 3. ágúst, kom ítalska seglskútan  Amerigo Vespucci til Reykjavíkur. Skipið liggur við Ægisgarð. Amerigo Vespucci er kennsluskip á vegum Ítalska hersins. Heimahöfn skipsins er La Spezia á Ítalíu. Amerigo Vespucci mun hafa viðkomu hér í Reykjavik til 6. ágúst.

Skipið verður opið almenningi sem hér segir:
3. ágúst (föstudag) 15:00 -17:30
4. ágúst (laugardag) 11:00 -12:30 og 15:00 – 17:30
5. ágúst (sunnudag) 10:00 -12:30  og 15:00 – 21:00

Áhugasamir geta lesið sér meira til um skipið hér