Aðalfundur Faxaflóahafna sf. var haldinn föstudaginn 21. júní 2019.  Ársskýrsla fyrir árið 2018 var lögð fram á fundinum en þar að auki var skipuð stjórn fyrir árið 2019. Fyrir þá einstaklinga sem vilja skoða ársskýrslu Faxaflóahafna nánar, þá er hægt að fara inn á vef fyrirtækisins eða þá smella á myndina hér að neðan.


Líkt og áður hefur verið nefnt, þá var á ársfundinum skipuð ný stjórn Faxaflóahafna og er hún úr röðum eftirfarandi fulltrúa eigenda:

Frá Reykjavík

Aðalmenn:
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Skúli Helgason
Marta Guðjónsdóttir
Örn Þórðarson

Varamenn:
Sabine Leskopf
Pawel Bartoszek
Guðrún Ögmundsdóttir
Valgerður Sigurðardóttir
Hildur Björnsdóttir

Frá Akraneskaupstað

Aðalmaður:
Ragnar B. Sæmundsson

Varamaður:
Karitas Jónsdóttir

Áheyrnarfulltrúi:
Ólafur Adolfsson

Frá Hvalfjarðarsveit:

Aðalmaður:
Daníel Ottesen

Varamaður:  
Björgvin Helgason

Frá Borgarbyggð og Skorradalshreppi:

Aðalmaður:  
Magnús Smári Snorrason

Varamaður:
Lilja Björg Ágústdóttir

Formaður stjórnar kynnti samþykkt stjórnar Faxaflóahafna sf. varðandi umhverfisviðurkenningu til fyrirtækis á starfssvæði Faxaflóahafna sf., undir nafninu „Fjörusteinninn“. Kristín Soffía Jónsdóttir greindi frá því að stjórnin hefði ákveðið að veita viðurkenninguna til Hafrannsóknarstofnunar „Hafró“ og tóku Sólmundur Már Jónsson, útgerðarstjóri Hafrannsóknarstofnunar og Ásmundur B Sveinsson skipstjóri á Bjarna Sæmundssyni ER30, við viðurkenningunni fyrir hönd félagins. Nánari umfjöllun um vinningshafa verður gert skil í sér frétt.

FaxaportsFaxaports linkedin