Frá og með 1.janúar 2020 verða innleiddar breyttar alþjóðlegar reglur um brennisteinsinnihald í skipaolíu utan ECA svæða. Þar verður hámarks brennisteinsinnihald olíu 0,5% í stað 3,5%.

Reglugerðin á rætur að rekja til samþykktar Sameinuðu þjóðanna um umhverfisvænni sjóflutninga, sem framfylgt er af Alþjóða siglingamálastofnuninni (International Maritime Organization). Tilgangur reglugerðarinnar er að gera skipaflutninga umhverfisvænni með því að draga úr innihaldi brennisteins í brennsluolíu.

Frekari upplýsingar um reglur varðandi brennisteinsinnihald skipaolíu má finna hér

Ljósmynd: Anna Kristjánsdóttir
FaxaportsFaxaports linkedin