Skipið Taccola sem er á vegum belgíska verktakans Jan De Nul kom til hafnar í Reykjavík 11. nóvember sl. Jan De Nul voru lægstbjóðendur í dýpkunarverkefni í Sundahöfn á vegum Faxaflóahafna. Dýpka á 300.000 m3 á Viðeyjarsundi niður í kóta -10,7 m. Með dýpkuninni er verið að auka öryggi skipa í höfninni sem fara sífellt stækkandi. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist upp úr 20. nóvember og standi fram í desember.
FaxaportsFaxaports linkedin