Í dag 5. júní 2020, var Bækistöð Faxaflóahafna sf. að setja upp eimreiðina Minør á Miðbakka. Yfirleitt er eimreiðin sett upp í kringum sumardaginn fyrsta, en tafir hafa orðið vegna framkvæmda við Miðbakka.

Nú eru 103 ár liðin síðan eim­reiðarnar Minør og Pioner luku verki sínu við gerð Gömlu hafnarinnar.  Eimreiðin Minør hefur ávallt verið í vörslu Faxaflóahafna yfir vetrartímann á meðan eimreiðin Pioner hefur verið varðveitt allt árið í kring á Árbæjarsafni. Eimreiðarnar voru keyptar hingað til lands vegna hafn­ar­gerðar.  Þar að auki var járn­braut lögð frá Öskju­hlíð,  Kringlumýri og Skóla­vörðuholt­inu.

Við hvetjum almenning til að skoða þessa flottu eimreið á Miðbakka. Gleðilegt sumar !

FaxaportsFaxaports linkedin