Faxaflóahafnir sf. óska eftir tilboðum í smíði á nýjum dráttarbát sem uppfylla þarf eftirfarandi skilyrði:

Heildarlengd um 33 metrar (32 – 35 m)

Lágmarks ganghraði um 13 mílur á klst.

Lágmarkstogkraftur – áfram og afturábak – 80 tonn.

 

Útboðið hefur verið auglýst á Evrópska efnahagssvæðinu

merkt TED 2018-143608.

Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Faxaflóahafna sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík frá og með 25. september 2018.

Hægt er að fá gögnin send á rafrænu formi frá þeim degi með því að senda inn ósk þar um á tender@faxaports.is

Tilboð verða opnuð á sama stað 21. nóvember 2018 kl 11:00.