Faxaflóahafnir er stoltur styrktaraðili að Kvennsiglingu Seiglunnar. Siglt verður á 50 feta skútu í kringum landið á þremur vikum, þar sem einungis eru konur í áhöfn. Stefnt er að því að hafa viðkomu í átta höfnum.

Markmið kvennasiglingarinnar eru eftirfarandi:

  • virkja konur til siglinga við Ísland
  • vekja athygli á heilbrigði hafsins
  • hvetja alla til ábyrgrar umgegni við hafið og auðlindir þess.

Seiglurnar bjóða 25 konum að slást í för með sér í einstaka leggi ferðarinnar og hvetja Faxaflóahafnir sem flestar konur til að taka þátt í þessu með Seiglunni. Upplýsingar um umsóknarferlið mun koma von bráðar inn á heimasíðu Seiglunnar: www.kvennasigling.is

FaxaportsFaxaports linkedin