Faxaflóahafnir eru sérlega stolt af því að hafa staðist jafnlaunaúttekt þriðja árið í röð og hlotið jafnlaunavottun. BSI á Íslandi annaðist úttekt og vottun líkt og fyrri ár.

„launagreining er kerfisbundin úttekt á launum og kjörum hjá starfsfólki og liður í að vakta og mæla þá þætti og viðmið sem hafa áhrif á launamyndun. Niðurstöður eru nýttar til að meta kynbundinn launamun og mælikvarðar úr niðurstöðum eru nýttir til að setja markmið og meta tækifæri til umbóta í jafnlaunamálum.“ segir Ólafur Ólafsson mannauðsstjóri Faxaflóahafna.

Launagreiningin í ár sýndi að fylgnistuðull launa var 0,79 og að launamunur kynjanna væri 3,1% konum í vil – niðurstöður eru í takti við markmið Faxaflóahafna. Launagreiningin sem var framkvæmd af Ráður ehf., byggir á matsþáttum sem lagðir hafa verið til grundvallar flokkunar starfa.

Starfslýsingar hafa verið endurskoðaðar og/eða uppfærðar í samræmi við þau störf sem unnin eru hjá okkur, samhliða hefur verið tryggt að störf séu skilgreind m.t.t. persónubundna þátta.

Með þessu vilja Faxaflóahafnir tryggja að laun og önnur kjör fyrir starfsfólk séu ákvörðuð á grundvelli skilgreindra matsþátta og séu í samræmi við jafnlaunakerfið.