Þann 23. desember 2019, voru Faxaflóahafnir sf. með þeim fyrstu hér á landi til að hljóta ISO 45001 Heilsu- og öryggisvottun frá BSI á Íslandi. Vottunin staðfestir að Faxaflóahafnir stenst þær kröfur sem staðallinn ISO 45001 gerir um vinnuvernd og öryggi. Það er stefna Faxaflóahafna að lágmarka þá áhættu sem felst í starfsemi fyrirtækisins, á þann hátt að stöðugt sé unnið að umbótaverkefnum í því skyni að auka öryggisvitund starfsmanna, viðskiptavina og þjónustuaðila.

Á vef Faxaflóahafna má finna stefnur fyrirtækisins, ásamt öryggis- og umhverfisreglum sem starfsmönnum Faxaflóahafna og annarra sem vinna fyrir fyrirtækið er skylt að fylgja  Faxaflóahafnir hafa ákveðið að birta þessar reglur á íslensku, ensku og pólsku svo að sem flestir geti kynnt sér og tileinkað sér öryggis- og umhverfisreglur fyrirtækisins.

Árangur í öryggismálum er sífellt verkefni og krefst sameiginlegs átaks. Því leggja Faxaflóahafnir ríka áherslu á það að verktakar og aðrir sem vinna fyrir fyrirtækið leggi sitt að mörkum.

Helstu áherslur Faxaflóahafna sf. í öryggismálum eru eftirfarandi:

  • Að tryggja öryggi, lágmarka áhættu og stuðla að slysalausum vinnustað, svo allir komi heilir heim bæði á líkama og sál.
  • Að tryggja virka þátttöku starfsfólks og stuðning stjórnenda varðandi öryggismál.
  • Að þekkja og uppfylla kröfur sem gerðar eru til starfseminnar.
  • Að öryggismál verði höfð að leiðarljósi við hönnun og rekstur mannvirkja og svæða.
  • Að reglulegt og markvisst eftirlit verði með ástandi vinnusvæða, mannvirkja, tækja og öryggisbúnaðar.
  • Að leggja áherslu á öryggismál við kaup á vörum og þjónustu og stuðla þannig að framförum í öryggismálum á vinnumarkaði.
  • Að hvetja verktaka og rekstraraðila á hafnarsvæðum til að uppfylla og fara eftir viðurkenndum öryggiskröfum.
  • Að vinna að stöðugum umbótum með því að draga lærdóm af og bæta úr því sem betur má fara.

Verkefnið var unnið ár árunum 2018-2019. Það var ráðgjafafyrirtækið 7.is sem aðstoðaði Faxaflóahafnir við innleiðingu á öryggisstjórnunarkerfinu.

FaxaportsFaxaports linkedin