Þann 2. september, hlutu Faxaflóahafnir jafnlaunavottun frá BSÍ á Íslandi sem staðfestir að jafnlaunakerfi fyrirtækisins stenst kröfur jafnlaunastaðals ÍST 85:2012. Þar að auki hafa Faxaflóahafnir fengið vottað jafnlaunamerki frá Jafnréttisstofu. Að hafa vottað jafnlaunakerfi veitir stjórnendum skýrari sýn á launagreiningar, úrbótaverkefni, eftirfylgni með aðgerðum og staðfestingu þess að settri jafnréttisstefnu sé fylgt eftir.

Verkefnið var unnið ár árunum 2018-2019. Það var fyrirtækið Ráður ehf., sem aðstoðaði Faxaflóahafnir með úttekt og innleiðingu.

Frekari upplýsingar um jafnlaunakerfi Faxaflóahafna er hægt að finna hér.