Faxaflóahafnir hafa að undangengnu útboði gengið til samninga við norska fyrirtækið PSW Power & Automation AS um kaup á landtengibúnaði fyrir Faxagarð í Gömlu Höfninni í Reykjavík og er áætlað að uppsetningu búnaðarins verði lokið í janúar 2023.

Gert er ráð fyrir tveimur tengingum sem geta boðið upp á 60 riða tíðni og 440V eða 690V spennu en hámarksafl hvorrar tengingar verður 1,3 MW.

Með þessum búnaði verður m.a. hægt að landtengja smærri skemmtiferðskip og strandgæsluskip.

Þegar hefur verið byggð dreifistöð á bakkanum sem hýsa mun búnaðinn.

Fulltrúar PSW voru hér í gær í vettvangsferð til kanna aðstæður.

Til vinstri er Øyvind Foldnes verkefnastjóri ásamt Kristoffer Misje.

FaxaportsFaxaports linkedin