Tilkynning um samkomulag Faxaflóahafna sf. og Tækniskólans um aukið samstarf og
aðgerðir til að jafna hlut kynjanna í skipstjórnar- og vélstjórnarnámi

 

Í dag, 23. júní, undirrituðu Tækniskólinn og Faxaflóahafnir samkomulag um aukið samstarf og aðgerðir til að jafna hlut kynjanna í skipstjórnar- og vélstjóranámi.

Markmið samkomulagsins er eftirfarandi.:
a) Að auka samstarf Tækniskólans og Faxaflóahafna sf. á þeim sviðum þar sem hagsmunir beggja eiga samleið.
b) Að Faxaflóahafnir sf. leggi sitt að mörkum til að jafna hlut kynjanna í skipstjórnar- og vélstjóranámi. Með því vilja Faxaflóahafnir gera störf í hafnarþjónustu fyrirtækisins aðgengilegri fyrir konur.
c) Að leggi Tækniskólanum lið í þeim starfsgreinum sem tengjast starfsemi hafnarinnar og mögulegt er að verða að liði, til þess að auðvelda konum náms- og stafsval og hvetja þær til náms í iðngreinum, skipstjórn og vélstjórn.
d) Að auka samstarfs Tækniskólans og Faxaflóahafna á sviðu fræðslu og endurmenntunar starfsfólks hafnarinnar.

Ofangreindum markmiðum eru m.a. studd eftirfarandi aðgerðum:
1. Faxaflóahafnir eru reiðubúnar í samvinnu við Tækniskólann til að ráða tvær konur sem stunda nám í skipstjórn eða vélstjórn frá maímánuði til loka ágústmánaðar ár hvert. Starf þeirra verði í hafnarþjónustu fyrirtækisins þar sem þær fái starfsreynslu við móttöku skipa, vinnu um borð í lóðs- og dráttarbátum fyrirtækisins og hafnsöguþjónustu.
2. Faxaflóahafnir sf. og Tækniskólinn munu útfæra sameiginlega tillögu að veitingu viðurkenningar fyrir konu eða konur sem stunda nám í skipstjórn og vélstjórn.
3. Faxaflóahafnir munu eftir því sem kostur er aðstoða Tækniskólann um sumarstörf fyrir konur í Bækistöð fyrirtækisins, sem gætu hentað nemum í vélvirkjun og trésmíði.
4. Faxaflóahafnir eru reiðubúnar til þess að liðsinna Tækniskólanum með verkefni fyrir nemendur eftir því sem óskað er eftir og mögulegt er hverju sinni.
5. Tækniskólinn er reiðubúinn til að skipuleggja námskeið í siglingahermi skólans fyrir skipstjóra og hafnsögumenn. Einnig er skólinn reiðubúinn að stuðla að endurmenntun og viðbótarmenntun þeirra sem hafa þörf fyrir frekara nám í vélstjórn, skipstjórn og iðngreinum sem henta starfsfólki Faxaflóahafna.

Tækniskólinn og Faxaflóahafnir vonast til þess að samstarf aðila skili árangri auk annarra aðgerða Tækniskólans til að gera skipstjórnar- og vélstjóranám aðgengilegra og áhugaverðara fyrir konur.

Frekari upplýsingar veitir
Jón Hjalti Ásmundsson, skólastjóri Skipstjórnarskólans og Véltækniskólans. sími: 8943834
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður stjórnar Faxaflóahafna. Sími: 8222981

Samningur undirritaður milli Tækniskólans og Faxaflóahafna sf. Á myndinni eru: Jón Hjalti Ásmundsson skólastjóri Skipsstjórnarskólans, Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna, Kristín Soffía Jónsdóttir formaður stjórnar Faxaflóahafna og Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans.

Samningur undirritaður milli Tækniskólans og Faxaflóahafna sf. Á myndinni eru: Inga Rut Hjaltadóttir forstöðumaður tæknideildar, Gísli Jóhann Hallsson yfirhafnsögumaður, Hildur Gunnlaugsdóttir skipulagsfulltrúi, Gunnar Tryggvason aðstoðarhafnarstjóri, Gísli Gíslason hafnarstjóri, Kristín Soffía Jónsdóttir formaður stjórnar Faxaflóahafna, Hildur Ingvarsdóttir skólameistari Tækniskólans, Jón Hjalti Ásmundsson skólastjóri Skipsstjórnarskólans, Erna Kristjánsdóttir markaðs- og gæðastjóri og Helgi Laxdal forstöðumaður rekstardeildar.

FaxaportsFaxaports linkedin