Faxaflóahafnir styrkja við björgunarsveitir landsins með því að kaupa stóran neyðarkall. Sala á neyðarkallinum er mikilvægur þáttur í fjármögnun björgunarsveitanna. Neyðarkallinn í ár er sjóbjörgunarmaður í áhöfn björgunarskips. Slysavarnafélagið Landsbjörg er um þessar mundir í stóru verkefni sem snýr að endurnýjun björgunarskipa hringinn í kringum landið þar sem mörg þeirra sem nú þjóna okkur eru komin vel til ára sinna.

Á ljósmyndinni hér að neðan má sjá Magnús hafnarstjóra taka á móti neyðarkallinum frá björgunarsveitarmanni.

Ljósmynd: Guðbjörg Erna Erlingsdóttir