Í vikunni sem er að líða ákváðu Faxaflóahafnir að styrkja við björgunarsveitir landsins með því að kaupa stóran neyðarkall. Sala á neyðarkallinum er mikilvægur þáttur í fjármögnun björgunarsveitanna. Neyðarkallinn í ár er björgunarmaður með leitarhund. Leitarhundar hafa sannað gildi sitt ítrekað í störfum björgunarsveitanna í gegnum árin, ekki síst þegar snjóflóð hafa fallið eða þegar leitað er að týndum einstaklingum.

Á ljósmyndinni hér að neðan má sjá Magnús hafnarstjóra taka á móti neyðarkallinum frá björgunarsveitarmanni.

Ljósmynd: Ólafur Ólafsson

 

 

FaxaportsFaxaports linkedin