Þann 15. maí sl., samþykkti stjórn Faxaflóahafna grænt bókhald fyrirtækisins fyrir árið 2019.  Grænt bókhald inniheldur upplýsingar um árangur Faxaflóahafna í umhverfismálum og þá sérstaklega loftlagsmálum. Fyrir árið 2019 er stuðst við alþjóðlega viðurkennda aðferðafræði, Greenhouse Gas Protocol (GHG Protocol) líkt og fyrst var gert árið 2018, til að sýna á skilmerkilegan máta afleidd umhverfisáhrif frá reksti fyritækisins ofar og neðar í virðiskeðju þessu. Niðurstöður ársins 2019 eru bornar saman við árin 2018, 2017 og 2016 til að meta árangur sem náðst hefur milli ára.

Lykiltölur í grænu bókhaldi Faxaflóahafna eru:

  • Ferðir starfsfólks í og úr vinnu
  • Raforka – notkun og sala
  • Heitt og kalt vatn – notkun og sala
  • Notkun á heitu vatni
  • Notkun á köldu vatnir
  • Eldsneytisnotkun
  • Pappírsnotkun
  • Almennur úrgangur og spilliefni

Þegar rýnt er í lykiltölur Faxaflóahafna þá má sjá að allmargir mælikvarðar hafa þróast á jákvæðan hátt. Í dag vantar sáralítið upp á að fyrirtækið nái að kolefnisjafna eigin rekstur. Kolefnisfótspor starfseminnar árið 2019 er reiknað 881 tonn af koldíoxíði en kolefnisbinding með ýmsum aðgerðum nam 825 tCO2. Þar af voru 348 tCO2 í bundin með endurheimt votlendis í gegnum votlendissjóð og 477 tCO2 í bundin í skógi í landi Klafastaða. Jákvæður árangur hefur einnig náðst meðal annars í notkun á skipaolíu, dísilolíu á bíla, losun vegna bruna á eldsneyti og við ýmis konar úrganga, o.s.frv.

Hægt er að nálgast grænt bókhald Faxaflóahafna sf. með því að smella á myndina hér að neðan.

 

FaxaportsFaxaports linkedin