Faxaflóahafnir finna nú fyrir auknum áhuga fyrirtækja á aðstöðu fyrir ýmsa framleiðslu á Grundartanga. Þó er aðallega um að ræða fyrirtæki sem hyggjast framleiða vistvænt eldsneyti s.s. vetni fyrir orkuskipti í samgöngum og útflutnings. Grundartanginn er vel staðsettur fyrir þess háttar starfsemi þar sem hann er bæði við þjóðveg og höfn, ásamt því að öflugar tengingar við raforkukerfi eru nú þegar til staðar.

Eitt þessara fyrirtækja, hið franska Qair hefur undirritað viljayfirlýsingu með Faxaflóahöfnum þar sem báðir aðilar lýsa yfir vilja sínum að kanna möguleika á slíkri framleiðslu á Grundartanga.

Hráefni vetnisframleiðslu eru eingöngu raforka og vatn. Sambærileg vetnisframleiðsla hefur verið við hlið bensínstöðvarinnar í Ártúnsbrekku í Reykjavík og er önnur í uppbyggingu við Hverahlíðarvirkjun. Verksmiðja á Grundartanga, ef af verður yrði þó töluvert stærri í sniðum.

Ljósmynd: Faxaflóahafnir sf.

 

 

FaxaportsFaxaports linkedin