Fjörusteinninn, umhverfisviðurkenningu Faxaflóahafna hafa verið veitt frá árinu 2007 og voru veitt að þessu sinni í 17. skipti til Hampiðjunar. Venjan hefur verið að veita viðurkenninguna fyrirtækjum sem starfa á hafnarsvæðunum og sýnt hafa fram á framsækni í umhverfismálum og verið til fyrirmyndar hvað varðar frágang á lóðum og snyrtilegt umhverfi.
Við val á handhafa umhverfisviðurkenningar Faxaflóahafna varð Hampiðjan hlutskörpust. Ástæður þess má einkum rekja til áherslu fyrirtækisins á umhverfismál er varða haf- og strandsvæði og að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum í daglegum rekstri fyrirtækisins. Hjá Hampiðjunni hefur verið unnið að því að kortleggja losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni til að skilja hvar mestu áhrifin eru og þar með stærstu tækifærin til að draga úr losun, með áherslu á samstæðuna alla. Þá er jafnframt mikil áhersla á nýsköpun og þróun í hönnun veiðarfæra, til lágmörkunar á kolefnisspori skipa og bætta veiðafæratækni. Ber þar sérstaklega að nefna þá vinnu og metnað sem lagður hefur verið í að hanna veiðarfæraefni og veiðarfæri, þannig að endurvinnsla að loknum notkunartíma verði sem auðveldust. Hvort tveggja verkefni þar sem hráefnum er komið aftur inn í hringrás framleiðslu veiðarfæra eða inn í framleiðsluferli á öðrum vörum. Hampiðjan fylgir áherslum sínum í umhverfismálum eftir með góðri samvinnu við viðskiptavini sína varðandi flokkun notaðra veiðarfæra þannig að þær skili sér sem best til endurvinnslu. Einnig er mikilvægt að draga fram að frágangur, aðkoma og umgengni á lóð Hampiðjunnar við Skarfagarða í Sundahöfn er til fyrirmyndar og skiptir starfsfólk Faxaflóahafna miklu máli.
Mynd f.v.: Gyða Mjöll Ingólfsdóttir, Jón Oddur Davíðsson, Gunnar Tryggvason, Árni Skúlason, Georg Haney, Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, Hjörtur Erlendsson og Lív Magneudóttir.