– Skrúðganga, tónleikar og fjölskyldustemning sunnudaginn 1. júní-
Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Reykjavík sunnudaginn 1. júní með glæsilegri dagskrá fyrir alla fjölskylduna og eru það Faxaflóahafnir, Sjómannadagsráð og Brim sem standa að hátíðarhöldunum að venju. Hátíðin hefst með litríkri skrúðgöngu kl.12:30 frá Hörpu að hátíðarsvæðinu á Grandagarði og nágrenni, þar sem sjómennska og hafið verða í hávegum höfð.
Fjölbreytt skemmtun í boði fyrir alla fjölskylduna þar sem meðal annars Væb, Birnir, Jóhanna Guðrún og Latibær stíga á svið, hægt verður að fylgjast með björgunarsýningu úr sjó, boðið verður upp á andlitsmálun, þrautir og leiki fyrir börn á öllum aldri og ókeypis verður á sýningu Sjóminjasafnsins í og í Varðskipið Þór.
Nánari upplýsingar og dagskrá má finna á vefnum: www.sjomannadagurinn.is