
Haustfundur Faxaflóahafna verður haldinn fimmtudaginn 30. október klukkan 14:00 í Björtuloftum, Hörpu.
Fundurinn er öllum opinn og haldinn til að kynna það sem er efst á baugi hjá Faxaflóahöfnum. Aðilar sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sérlega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og ábendingar varðandi hafnirnar, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini.
DAGSKRÁ:
- Gunnar Tryggvason, hafnarstjóri – Rekstur, verkefni og framkvæmdir
- J. Snæfríður Einarsdóttir, sviðsstjóri hafnarinnviða – Landtengingar skipa
- Herbert Bjarnason, forstöðumaður skiparekstrar hjá Eimskip – Hönnun og smíði tveggja nýrra gámaskipa Eimskips
- Helga Jóna Jónasdóttir, verkefnastjóri hjá Vegagerðinni – Sundabraut, valkostir til skoðunar við Sæbraut og áhrif þeirra á starfsemi í Sundahöfn
- Umræður og fyrirspurnir
Vinsamlegast skráið þátttöku hér
Faxaflóahafnir reka umfangsmestu hafnir landsins á starfsvæðum sínum í Reykjavík, Akranesi, á Grundartanga og í Borgarnesi. Félagið tengir stærsta markaðs- og atvinnusvæði Íslands við umheiminn og miðin með öruggum, grænum og skilvirkum höfnum. Um 80 manns starfa hjá fyrirtækinu sem leggur áherslu á að vera leiðandi í umhverfis- og öryggismálum og er í vegferð að þróa snjallar og sjálfbærar hafnir framtíðarinnar.
