Í dag, þriðjudaginn 23. apríl 2019, hefst hin sívinsæla Sjóferð um sundin. Sjóferðin hefur verið í boði Faxaflóahafna sf. yfir áratug og geta skólar sótt um í þeim bæjarfélögum sem Faxaflóahafnir sf. reka hafnir.  Við skipulagningu á þessari sívinsælu sjóferð hefur fyrirtækið fengið sér til liðs tvo aðila, Fjölskyldu og Húsdýragarðinn og Sérferðir (Special Tours).

Verkefnið fer þannig fram að Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn sendir auglýsingar um verkefnið í grunnskóla á Faxaflóahafnasvæðinu og sér um að skrá þátttöku skólanna. Undanfarin ár hafa í kringum 50 bekkir skráð sig í ferðina, sem er í boði á tímabilinu 23. apríl til 10. maí. Fjölskyldu og Húsdýragarðurinn sér um að útvega leiðbeinendur í sjóferðirnar með nemendum og annast gerð námsgagna. Sérferðir (Special tours) leggur síðan fram skipakosti fyrir ferðina.

Hér að neðan má sjá myndband frá einni slíkri ferð sem farin var í árið 2017: