Ejólfur Ármannsson, innviðaráðherra, heimsótti höfuðstöðvar Faxaflóahafna í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í vikunni og kynnti sér fjölbreytta starfsemi fyrirtækisins í Reykjavík, Akranesi, Grundartanga og Borgarnesi.

Faxaflóahafnir byggja á yfir 100 ára sögu hafnarstarfsemi. Frá því höfnin í Reykjavík varð til hefur hún verið þungamiðja atvinnulífs í höðborginni Á fundinum fór hafnarstjóri meðal annars yfir hvernig hlutverk hafnarinnar er í grunninn hið sama og á upphafsárum hennar – að vera tengipunktur Íslands við umheiminn – þó umfang og umsvif hafi margfaldast með árunum.

Í dag tengja Faxaflóahafnir stærsta markaðs- og atvinnusvæði Íslands við umheiminn og miðin með öruggum, grænum og skilvirkum höfnum. Fyrirækið leggur áherslu á að vera leiðandi í umhverfis- og öryggismálum og er í vegferð að þróa snjallar og sjálfbærar hafnir framtíðarinnar.

Horft yfir Reykjavíkurhöfn. Elsti hluti hennar, Ingólfsgarður, var reistur árin 1913 til 1915 og lokið var við gerð Örfiriseyjargarðs 1917.

Winston Churchill forsætisráðherra Bretlands sýndi sigurmerki við Reykjavíkurhöfn þegar hann heimsóitti Ísland í ágúst 1941.

Gunnar Tryggvason hafnarstjóri Faxaflóahafna og Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra.

FaxaportsFaxaports linkedin