sjavarklasinn1 

Íslenski sjávarklasinn og Faxaflóahafnir sf. opnuðu í gær formlega Hús Sjávarklasans sem er um 880 fermetra húsnæði að Grandagarði 16 við Gömlu höfnina í Reykjavík undir starfsemi sem tengist tækni og þjónustu við sjávarútveginn.  

Markmið hússins er að efla samvinnu tækni- og þjónustufyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi með því að skapa umhverfi sem leiðir þau betur saman. Í Húsi Sjávarklasans er lítið kaffihús sem á að vera vettvangur nýrra hugmynda og verðmætasköpunar. 

Í húsnæðinu verða í upphafi 11 fyrirtæki.  Þau eru 3X stál, Marel, Pólar toghlerar, ThorIce, Dis, Goggur Útgáfufélag og Útvegsblaðið, Lögmar, Arctic Fish, Novo Food, Sjávaútvegsþjónustan og Íslenski sjávarklasinn.

Við opnun hússins var jafnframt kynntur „Frumherjaveggur“ sem er myndaveggur þar sem má sjá ýmsa helstu frumkvöðla í tækni og þróun sjávarútvegs og tengdra greina á síðustu árum og áratugum.

Stefnt er að tvöföldun á þessu rými í Bakkaskemmu þannig að í húsinu verði rösklega 20 fyrirtæki í tæknigreinum og þjónustu sem tengjast sjávarútvegi.   Að loknum framkvæmdum verður Hús sjávarklasans öflug miðstöð tækni- og þjónustufyrirtækja í sjávarútvegi og líklega sú stærsta sinnar tegundar á Norður Atlantshafi.

sjavarklasinn2 

Með opnun Sjávarklasans í Bakkaskemmu er stefnu Faxaflóahafna sf. fylgt eftir í því að efla Vesturhöfnina sem kjarna fyrir fiskvinnslu og þjónustu fyrir sjávarútveginn –  innlendan sem erlendan.  Samkomulag er um að Faxaflóahafnir í samvinnu við Sjávarklasann haldi áfram þróun og uppbyggingu sjávartengdrar starfsemi í  þeirri stækkun sem framundan er.

Útgerð og fiskvinnsla hefur styrkst hjá Faxaflóahöfnum á undangengnum árum og minna má á að fyrir 3 árum opnaði Fiskkaup ehf., fullkomna saltfiskvinnslu á Grandanum. Í síðast liðinni viku var HB Granda úthlutað lóð undir liðlega 5.000 tonna frystigeymslu á Norðurgarði og í dag er opnað setur fyrir fyrirtæki sem sérhæfa sig í lausnum fyrir starfsemi sem tengist útgerð og fiskvinnslu.

Þeim sem komu að framkvæmdum við húsnæðið eru færðar þakkir fyrir gott samstarf og vel unnin störf.  ASK Arkitektar sáu um hönnun, Viðsjá Verkfæðistofa annaðist vinnu við lagnir og burðarþol, Verkís sá um raflagnir og aðalverktaki hússins var Hamarsfell byggingarfélag.

Í stuttri dagskrá fluttu ávörp þeir Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna sf. og Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X. Að auki rituðu þeir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans og Gísli Gíslason, hafnarstjóri undir leigusamning um húsnæðið og að lokum hringdu ungir nemendur í sjávarútvegsfræðum og skipsstjórnarfræðum, þau Einar Pétur Eiríkssonog Hafrún Dögg Hilmarsdóttir, inn nýja tíma og notuðu til þess skipsbjölluna úr Gullfossi.

Hér að neðan má sjá yfirlitsmynd af því húsnæði sem þegar hefur verið innréttað og svo af næstu áföngum.  Nú þegar er verið að undirbúa áframhaldandi framkvæmdir við við endurnýjun hússins og vonir standa til þess að unnt verði að innrétta næsta áfanga, sem verður um 700 m2 viðbót.

sjavarklasinn3

sjavarklasinn1

Íslenski sjávarklasinn og Faxaflóahafnir sf. opnuðu í gær formlega Hús Sjávarklasans sem er um 880 fermetra húsnæði að Grandagarði 16 við Gömlu höfnina í Reykjavík undir starfsemi sem tengist tækni og þjónustu við sjávarútveginn.
Markmið hússins er að efla samvinnu tækni- og þjónustufyrirtækja sem tengjast sjávarútvegi með því að skapa umhverfi sem leiðir þau betur saman. Í Húsi Sjávarklasans er lítið kaffihús sem á að vera vettvangur nýrra hugmynda og verðmætasköpunar.
Í húsnæðinu verða í upphafi 11 fyrirtæki.  Þau eru 3X stál, Marel, Pólar toghlerar, ThorIce, Dis, Goggur Útgáfufélag og Útvegsblaðið, Lögmar, Arctic Fish, Novo Food, Sjávaútvegsþjónustan og Íslenski sjávarklasinn.
Við opnun hússins var jafnframt kynntur „Frumherjaveggur“ sem er myndaveggur þar sem má sjá ýmsa helstu frumkvöðla í tækni og þróun sjávarútvegs og tengdra greina á síðustu árum og áratugum.
Stefnt er að tvöföldun á þessu rými í Bakkaskemmu þannig að í húsinu verði rösklega 20 fyrirtæki í tæknigreinum og þjónustu sem tengjast sjávarútvegi.   Að loknum framkvæmdum verður Hús sjávarklasans öflug miðstöð tækni- og þjónustufyrirtækja í sjávarútvegi og líklega sú stærsta sinnar tegundar á Norður Atlantshafi.

sjavarklasinn2

Með opnun Sjávarklasans í Bakkaskemmu er stefnu Faxaflóahafna sf. fylgt eftir í því að efla Vesturhöfnina sem kjarna fyrir fiskvinnslu og þjónustu fyrir sjávarútveginn –  innlendan sem erlendan.  Samkomulag er um að Faxaflóahafnir í samvinnu við Sjávarklasann haldi áfram þróun og uppbyggingu sjávartengdrar starfsemi í  þeirri stækkun sem framundan er.
Útgerð og fiskvinnsla hefur styrkst hjá Faxaflóahöfnum á undangengnum árum og minna má á að fyrir 3 árum opnaði Fiskkaup ehf., fullkomna saltfiskvinnslu á Grandanum. Í síðast liðinni viku var HB Granda úthlutað lóð undir liðlega 5.000 tonna frystigeymslu á Norðurgarði og í dag er opnað setur fyrir fyrirtæki sem sérhæfa sig í lausnum fyrir starfsemi sem tengist útgerð og fiskvinnslu.
Þeim sem komu að framkvæmdum við húsnæðið eru færðar þakkir fyrir gott samstarf og vel unnin störf.  ASK Arkitektar sáu um hönnun, Viðsjá Verkfæðistofa annaðist vinnu við lagnir og burðarþol, Verkís sá um raflagnir og aðalverktaki hússins var Hamarsfell byggingarfélag.
Í stuttri dagskrá fluttu ávörp þeir Hjálmar Sveinsson, formaður stjórnar Faxaflóahafna sf. og Jóhann Jónasson, framkvæmdastjóri 3X. Að auki rituðu þeir Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska sjávarklasans og Gísli Gíslason, hafnarstjóri undir leigusamning um húsnæðið og að lokum hringdu ungir nemendur í sjávarútvegsfræðum og skipsstjórnarfræðum, þau Einar Pétur Eiríkssonog Hafrún Dögg Hilmarsdóttir, inn nýja tíma og notuðu til þess skipsbjölluna úr Gullfossi.
Hér að neðan má sjá yfirlitsmynd af því húsnæði sem þegar hefur verið innréttað og svo af næstu áföngum.  Nú þegar er verið að undirbúa áframhaldandi framkvæmdir við við endurnýjun hússins og vonir standa til þess að unnt verði að innrétta næsta áfanga, sem verður um 700 m2 viðbót.
sjavarklasinn3

FaxaportsFaxaports linkedin