Binding kolefnis á vegum Faxaflóahafna nam 790,6 tCO​2​e fyrir árið 2018. Þar af voru 348 tonn CO​2 bundin með endurheimt votlendis í gegnum votlendissjóð og 442,6 tonn CO​2 bundin í skógi í landi Klafastaða.

Nettó losun Faxaflóahafna, sé litið á losun gróðurhúsalofttegunda í allri virðiskeðjunni, nam því 98,7 tCO​2​e.  

Upplýsingar má nálgast í Grænu bókhaldi Faxaflóahafna.

Binding kolefnis er framkvæmd af Skógræktinni fyrir hönd  Faxaflóahafna. Tölur eru í tonnum CO​2​ ígildum.