Í dag, föstudaginn 6. mars, voru haldnir tveir fundir í húsnæði Faxaflóahafna sf., Tryggvagötu 17, 101 Reykjavík,

Fyrri fundurinn var haldin kl. 11:00 og voru eftirfarandi aðilar boðaðir á þann fund: Landlæknir, Almannavarnir, Landhelgisgæsla Íslands,  Lögreglan, Tollurinn, Samgöngustofa, Hafnir Íslands, Heilbrigðisstofnanir, Skipaumboðsmenn, Ferðaþjónustuaðilar, Farþegaskipaútgerð (Iceland ProCruises) o.fl.

Á þessum fundi var rætt um eftirfarandi:

Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna opnar fundinn og býður gesti velkomna.

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir og kynnir fyrir gestum hvernig veiran hefur verið að dreifast til Íslendinga.  Enn sem komið er, eru öll tilfelli sem komið hafa upp hér á landi að koma erlendis frá (þ.e. frá Norður-Ítalíu og Ischgl í Austurríki. 380 aðilar hafa verið settir í sóttkví, til að koma í veg fyrir útbreiðslu.  Mælst er með að fólk horfi í sinn barm og noti aðrar kveðjur en handaband og faðmlög. Á mannamótum er einkar mikilvægt að til staðar sé aðstaða fyrir handþvott og handsprittun. Ábyrgðin liggur nú hjá okkur sem einstaklingum að reyna að koma í veg fyrir frekari smit.

Íris Marelsdóttir verkefnastjóri hjá Landlækni kynnti skjalið „Sýkingar af völdum nýrrar kórónaveiru COVID-19“ sem dagsett er 7. mars 2020.   Þeir aðilar sem óska eftir hlífðarfatnað eða öðrum búnaði fyrir starfsfólk sitt skulu hafa samband við svl@landlaeknir.is.

Snorre Greil verkefnastjóri hjá Landhelgisgæslunni kynnti yfirlýsingu sem skal senda á skipstjóra skips áður en það kemur til lands. Skjalið á að auðkenna hvort smit séu um borð í skipi áður en það kemur að landi.  Ef smit greinist, þá fer ákveðið ferli í gang.

Friðjón Viðar Pálmason hjá Almannavörnum ítrekar mikilvægi þessi að allir séu samstíga í þessu ferli og fari eftir öllu því sem kemur fram í drögunum „Sýkingar af völdum nýrrar kórónaveiru COVID-19“. Allir þurfa að vinna saman til að koma í veg fyrir frekari dreifingu smits. Því er mikilvægt fyrir aðila að hafa á hreinu hvert ferlið er, þannig að hægt sé að hafa samband við réttu aðilana ef smit greinist.

Bergsteinn Ísleifsson öryggisfulltrúi Faxaflóahafna sf. kynnir „Leiðbeiningar Faxaflóahafna til starfsfólks – Sýklavarnir gegn nýrri kórónaveiru (COVID-19)“. Leiðbeiningar verða kynntar fyrir starfsfólki Faxaflóahafna þann 6. mars kl. 14:00.  Einnig stendur öðrum höfnum í kringum Ísland að aðlaga þessar leiðbeiningar að sinni starfsemi.

Seinni fundurinn var haldin kl. 14:00 og var það Bergsteinn Ísleifsson öryggisfulltrúi Faxaflóahafna sf. sem fór yfir sama efni fyrir starfsmenn og ofangreindir aðilar fjölluðu um.

Gísli Gíslason hafnarstjóri Faxaflóahafna sf.

 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir

Íris Marelsdóttir verkefnastjóri hjá Landlækni

Snorre Greil verkefnastjóri hjá Landhelgisgæslunni

Friðjón Viðar Pálmason hjá Almannavörnum

 

Bergsteinn Ísleifsson öryggisfulltrúi Faxaflóahafna sf.

Starfsmannafundur Gísli Gíslason hafnarstjóri og Bergsteinn Ísleifsson öryggisfulltrúi Faxaflóahafna sf.