fbpx

Þann 23. apríl var listaverkið „Á hreyfingu“ vígt við formlega athöfn við Skarfavör. Listaverkið er eftir listakonuna Karin Reichmuth sem er frá Sviss. Sagan á bakvið listaverkið er ansi áhugaverð og sýnir hvernig lífið getur í raun leitt mann áfram í svokölluðu flæði. Karin Reichmuth koma til Íslands árið 2009 og var nemandi við Listaháskóla Íslands. Meðan á dvöl sinni hér á landi þá lagði hún vanan á að fara niður að Sundahöfn og horfa á skipin koma og fara.  Alltaf var hreyfing á staðnum og eitthvað gerast.

Karin hefur lagt mikið upp úr því að sýna þakklæti sitt í verkum fyrir þann dásemdartíma sem hún átti hér í Reykjavík.  Því áður en að þessu listaverki kom, þá var hún ein af mörgun listamönnum sem komu að Þúfunni sem er við HB Granda. Það er ástæðan fyrir því að hún hafði aftur samband við HB Granda við gerð „Á hreyfingu“. HB Grandi ákvað að gefa henni stein sem hún mátti nota til að útbúa listaverk eftir eigin höfði. Steinninn sem varð fyrir valinu var grágrýti. HB Grandi buðu síðan Karin þar að auki að vinna listaverk sitt í Marshall húsinu, sem á þeim tíma var ansi hrátt. Þegar listaverkið var fullhannað árið 2014 þá þurfti að finna því stað. Miklar vangaveltur fóru af stað hvar nákvæmlega besti staður fyrir listaverkið væri. Það voru síðan Einar Arnason og Helgi K. Eiríksson sem bentu Karin á að tala við Gísla Gíslason hafnarstjóra og Vignir Albertsson fyrrv. skipulagsfulltrúa Faxaflóahafna.  Varð raunin sú að Faxaflóahafnir ákváðu að fjárfesta í listaverkinu og koma því niður á Skarfavör.

Þröstur Eggertsson var fengin til að vinna undirstöðuna fyrir listaverkið árið 2017. Undirstaðan er gerð úr hvítu sementi sem fengið var frá Akranesi. Síðan sá Karin um það að fínpússa undirstöðuna þangað til hún var orðin sátt við hreyfinguna í því, áður en steinninn var festur á. Fólk er hvatt til þess að ganga á hvíta sementinu til þess að tengjast hugmyndafræði listamannsins um hreyfingu og flæði sem á sér stað á hafnarsvæðinu.

Hér að neðan er ljóð sem Karin Reichmuth orti um listaverkið „Á hreyfingu“:

Á HREYFINGU
2016
Umlukin ólgu; óhagganleg þó.
Staðbundinn stormur dansar við skynjun.
Snýst í gang í ímynduðum sjó.
Innsæið yfirvinnur stöðnun.

IN MOTION
2016
Surrounded by turbulence; yet frozen.
A present storm – dancing to the vision.
Set in motion, in the unreal ocean.
Intuition is overcoming stagnation.

Meðfylgjandi eru myndir frá athöfninni.

 

Heimasíða Karin Reichmuth
www.kuenstlerarchiv.ch/karinreichmuth

Faxaports Faxaports linkedin