Í dag, miðvikudaginn 5. ágúst, tók Magnús Þór Ásmundsson við starfi hafnarstjóra Faxaflóahafna af Gísla Gíslasyni sem gegndi starfinu frá í nóvember 2005.

Magnús Þór er rafmagnsverkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaragráðu í faginu frá DTU í Danmörku árið 1990. Magnús starfaði frá árinu 1990 til 2009 hjá Marel, en þar var hann framkvæmdastjóri framleiðslu, fyrst á Íslandi og síðar með ábyrgð á framleiðslueiningum Marel í Evrópu.  Árið 2009 hóf Magnús Þór störf hjá Fjarðaráli fyrst sem framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar, en síðar sem forstjóri.

Faxaflóahafnir sf. bjóða Magnús velkominn til starfa.

FaxaportsFaxaports linkedin