Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum bjóða Faxaflóahafnir til málþings þriðjudaginn 18. október klukkan 15:00 til 17:00 í Björtuloft, Hörpu.

 

Þema málþings Faxaflóahafna 2022 er grænar hafnir og verður dagskrá eftirfarandi:

15:00   Ávarp  stjórnar

Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, varaformaður stjórnar Faxaflóahafna      

15:15   Loftgæði og landtengingar

Helgi Laxdal, sviðsstjóri innviða Faxaflóahafna

15:30   Heilsa sjávar og kolefnisbinding

Kristinn Árni Lár Hróbjartsson, framkvæmdarstjóri Running Tide

15:45   Orkuskipti atvinnutækja – Vetnisáfyllingarstöð í Sundahöfn

Auðun Freyr Ingvarsson, framkvæmdarstjóri VETNIS Iceland ehf

16:00   Grænn iðngarður á Grundartanga

Ólafur Adolfsson, Þróunarfélag Grundartanga

16:15   Grænar hafnir – samantekt

Gunnar Tryggvason, starfandi hafnarstjóri Faxaflóahafna

16:30   Umræður og fyrirspurnir

17:00   Þinglok

 

Fundarstjóri: Inga Rut Hjaltadóttir, sviðstjóri framkvæmdasviðs

Málþingið er opið öllum og eru aðilar sem eru með starfsemi á hafnarsvæðum Faxaflóahafna sérlega hvattir til að mæta. Á málþinginu munu þátttakendur hafa tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og ábendingar varðandi hafnirnar, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini Faxaflóahafna.

FaxaportsFaxaports linkedin