Olíu- og efnaflutningaskipið, Fure Valö, var smíðað árið 2018 og er í eigu Gothia Tanker Alliance. Skipið er 149.9 metar að lengd, 22.8 m að breidd og með 9.36 m. í djúpristu. Fure Valö er 12.770 brúttótonn. Skipið siglir til Reykjavíkur á 10 daga fresti og hefur viðkomu á Eyjagarði. Skipið er búið rafhlöðum og tvöföldum eldsneytisvélum sem knúin eru af fljótandi náttúrulegu gasi (LNG).

Samkvæmt upplýsingum um skipið þá losar það:

* 55% minna af CO2
* 86% minna af NOx
* 99% minna af SOx
* 50% minni hávaði

Fure Valö er því eitt af umhverfisvænasta og hljóðlátasta flutningaskip sem kemur til landsins.

 

 

FaxaportsFaxaports linkedin