Framkvæmdir við nýja farþegamiðstöð á Skarfabakka miðar vel og er að mestu leyti á áætlun. Með þessari innviða uppbyggingu er stigið stórt skref í átt að bættri aðstöðu og þjónustu við farþega og rekstraraðila skemmtiferðaskipa sem koma til Reykjavíkur.

Steypuvinna á fyrstu hæð hússins er nánast lokið og unnið er af fullum krafti við uppsteypu annarrar hæðar. Verið er að reisa stálvirki ytri byggingar og í kjölfarið verður glervirkið sett upp. Gert er ráð fyrir að því ljúki í lok sumars 2025.

Innanhússfrágangur er hafinn á jarðhæð auk þess sem byrjað verður á frágangi lóðarinnar í sumar. Gert er ráð fyrir að byggingarframkvæmdum ljúki í mars 2026, í tæka tíð fyrir vertíð skemmtiferðaskipa 2026.

„Þegar bygging farþegamiðstöðvarinnar er lokið mun hún bjóða upp á nútíma aðstöðu sem er sérsniðin að þörfum farþega og útgerðum skemmtiferðaskipa, og þannig lyfta þjónustustigi og heildarupplifun skemmtiferðskipa gesta“ segir Sigurður Jökull markaðsstjóri Faxaflóahafna.

default

default

FaxaportsFaxaports linkedin