Ný greining var að berast frá Hafrannsóknastofnun á hvalnum sem rak að landi í Heimaskagavör (Steinsvör) á Akranesi í gærmorgun. Þetta er ekki hrefna eins og haldið hefur verið fram heldur lítill 12m langur langreyður. Hafrannsóknarstofnunin hefur þá lokið rannsókn sinni og björgunarfélag Akraness verður fengið til að draga hvalinn á haf út og sökkva honum.

Ljósmynd: Valentínus Ólason