Í nóvember gerðu átta skipa­smíðastöðvar til­boð í smíði á nýj­um drátt­ar­báti fyr­ir Faxa­flóa­hafn­ir sf. Beðið var um tilboð í dráttarbát sem væri 32-35 m langur og með 80 tonna togkraft áfram og afturábak. Dráttarbátur á að afhendast eigi síðar en 15. ágúst 2020.

Í gær samþykti stjórn Faxa­flóa­hafna á stjórnarfundi að heim­ila hafnarstjóra, Gísla Gísla­syni, að ganga frá smíðasamn­ingi á nýj­um drátt­ar­báti sam­kvæmt til­boði Damen Shipy­ards í Hollandi.

Tilboð voru metin á eftifarandi hátt:
–  50 % mið af tæknilegum atriðum (umhverfisleg fótspor, rekstarkostnaður)
–  50 % af fyrri reynslu af smíði sambætilegra báta.

Ákvörðun var gerð á grund­velli niður­stöðumats ráðgjafa og óháðs aðila á fyr­ir­liggj­andi til­boðum.

FaxaportsFaxaports linkedin