Nýr dráttarbátur Faxaflóahafna sf., Magni, mun koma til hafnar í Reykjavík fimmtudaginn 27. febrúar. Magni er 32 metra langur, 12 metra breiður og með tvær 2.025kW aðalvélar (samanlagt 6.772 hestöfl). Togkraftur dráttarbátsins er 85 tonn áfram og 84 aftur á bak en það er samanlagður togkraftur allra núverandi dráttarbáta Faxaflóahafna, en þeir eru fjórir talsins. Damen Shipyards í Hollandi smíðaði bátinn í skipasmíðastöð sem þeir eiga í  Hi Phong,  Víetnam. Siglingin til Íslands frá Víetnam er rúmar 10.000 sjómílur en áhöfn á vegum Damen siglir bátnum til Reykjavíkur, þar sem báturinn verður afhentur Faxaflóahöfnum sf. Við tekur svo þjálfun starfsmanna á bátinn.

Alls hafa Faxaflóahafnir átt sex dráttarbáta og er þessi nýji sjötti í röðinni. Allir hafa borið nafnið Magni og því hægt er að segja að saga bátsins spanni heila níu áratugi.

Magni var smíðaður í Hi Phong í Víetnam.

Þann 29. desember 2019 birtist grein í 200 mílur í Morgunblaðinu um sögu Magna. Grein­in var fyrst birt í 200 míl­um, sér­blaði Morg­un­blaðsins um sjáv­ar­út­vegs­mál, 20. des­em­ber og má sjá afrit af henni hér að neðan.

Fyrsti drátt­ar­bát­ur Reykja­vík­ur­hafn­ar kom til lands­ins 1928 og fékk nafnið Magni. Síðan þá hef­ur það verið hefð hjá höfn­inni að skíra öfl­ug­asta drátt­ar­bát­inn því nafni. Eft­ir ára­mót­in er nýr Magni vænt­an­leg­ur í flot­ann. Bát­ur­inn var smíðaður í Víet­nam og er lang­öflug­asti drátt­ar­bát­ur sem Reykja­vík­ur­höfn/​Faxa­flóa­hafn­ir hafa eign­ast. Stærri skip hafa kallað á að öfl­ugri drátt­ar­bát­ar verði til taks.

Nýr Magni lagði af stað frá Víet­nam til Íslands hinn 19. októ­ber sl. og var vænt­an­leg­ur til Rotter­dam fyr­ir helg­ina.

Magni mun svo leggja í hann til Íslands strax eft­ir ára­mót­in og yrði þá í Reykja­vík fyr­ir miðjan janú­ar. Bát­ur­inn hef­ur þá lagt að baki rúm­lega 10.000 sjó­mílna sigl­ingu.

Eins og fram hef­ur komið í frétt­um er hinn nýi Magni smíðaður í Hi Phong í Víet­nam. Skipa­smíðastöðin Damen Shipy­ards í Hollandi smíðar bát­inn, en hún rek­ur skipa­smíðastöð í Víet­nam ásamt fjölda annarra stöðva víðs veg­ar um heim­inn. Smíði báts­ins var boðin út í fyrra og voru til­boð opnuð í nóv­em­ber sama ár. Alls bár­ust 15 til­boð frá átta skipa­smíðastöðvum og var til­boði Damen Shipy­ards, að upp­hæð jafn­v­irði 1.040 millj­óna, tekið.

Hinn nýi drátt­ar­bát­ur er 32 metra lang­ur og 12 metra breiður. Hann er með tvær 2.025 kW aðal­vél­ar (sam­an­lagt 6.772 hest­öfl). Tog­kraft­ur verður 85 tonn fram og 84 aft­ur. Er það helm­ingi meiri tog­kraft­ur en nú­ver­andi Magni hef­ur og sá sami og sam­an­lagður kraft­ur allra fjög­urra nú­ver­andi báta Faxa­flóa­hafna. Ákveðið hef­ur verið að nú­ver­andi Magni fái nafnið Haki.

Við þessi tíma­mót er fróðlegt að rifja upp sögu drátt­ar­báta í Reykja­vík, en sú saga spann­ar 91 ár. Mynd­irn­ar með grein­inni eru í eigu Faxa­flóa­hafna, nema annað sé tekið fram.

Í hinu gagn­merka riti Guðjóns Friðriks­son­ar um 100 ára sögu Reykja­vík­ur­hafn­ar, Hér heils­ast skip­in, kem­ur fram að mönn­um varð ljóst á fyrstu ár­un­um eft­ir að höfn­in var full­gerð (1917), að brýn nauðsyn var að kaupa kraft­mik­inn drátt­ar­bát. Aflað var til­boða í ný­smíði en kostnaður­inn var tal­inn of mik­ill.

Fyrsti Magni keypt­ur í Ham­borg

Niðurstaðan varð að kaupa átta ára gaml­an bát í Ham­borg í Þýskalandi. Bát­ur­inn kom til Reykja­vík­ur árið 1928 og hlaut nafnið Magni. Hann var knú­inn 325 hestafla gufu­vél. Magni 1 var í notk­un fram á sum­arið 1955 en var þá gerður að flot­bryggju fyr­ir hafn­sögu­bát­ana.

Magni II. kom næst­ur og hann á sér merka sögu enda fyrsta stál­skipið sem Íslend­ing­ar smíðuðu. Magni ligg­ur nú ásamt varðskip­inu Óðni við safna­bryggju Sjó­minja­safns­ins í Gömlu höfn­inni í Reykja­vík.

Drátt­ar­bát­ur­inn Magni var smíðaður í Stálsmiðjunni í Reykja­vík og hannaður af Hjálm­ari R. Bárðar­syni skipa­verk­fræðingi (1918-2009) fyr­ir Reykja­vík­ur­höfn. Hjálm­ar var mik­ill frum­kvöðull og hafði lengi haft hug á að smíða fyrsta stál­skipið. Hjálm­ar hannaði bát­inn svo að hann hentaði í flest­öll verk­efni auk aðal­verk­efn­is­ins, sem var að aðstoða skip og draga.

Magna var hleypt af stokk­un­um í októ­ber 1954 og af­hent­ur Reykja­vík­ur­höfn 25. júní 1955. Aðal­vél og hjálp­ar­vél voru af gerðinni Deutz og drátt­ar­get­an 12 tonn. Lengst af var hann eini drátt­ar­bát­ur­inn sem höfn­in hafði yfir að ráða. Eins var Magni notaður mikið í vatns­flutn­inga til skemmti­ferðaskipa á ytri höfn­inni. Árið 1986 bræddi aðal­vél Magna úr sér og var bátn­um lagt. Magni var af­hent­ur Sjó­minja­safn­inu til varðveislu fyr­ir nokkr­um árum. Holl­vina­sam­tök Magna hafa pantað nýja vél í bát­inn og stefna af því að gera hann haf­færan.

Árið 1987 var ákveðið að kaupa tvo notaða drátt­ar­báta frá Hollandi. Hlutu þeir nöfn­in Haki og Magni. Þeir voru 33 rúm­lest­ir og höfðu 10 tonna tog­kraft.

Haustið 1995 var gengið til samn­inga við Damen Shipy­ards í Hollandi um smíði nýs drátt­ar­báts. Kom hann til lands­ins vorið 1996 og fékk nafnið Magni. Var hann sá fjórði með því nafni. Nýi Magni var 76 rúm­lest­ir og hafði 17 tonna tog­kraft. Fljót­lega var ljóst að þörf væri á enn öfl­ugri drátt­ar­báti, enda fóru skip­in stækk­andi sem komu til hafn­ar. Enn­frem­ur var búið að stofna fyr­ir­tækið Faxa­flóa­hafn­ir sf. og at­hafna­svæðið var nú all­ur Faxa­fló­inn. Meðal ann­ars Grund­ar­tanga­höfn, en þangað komu risa­stór súráls­skip.

Nýj­asti Magni kom 2006

Árið 2005 var því ráðist í að kaupa 141 tonns drátt­ar­bát sem hafði 39,5 tonna tog­kraft. Var hann keypt­ur af skipa­smíðastöð Damen, smíðaður í Rúm­en­íu og kom til lands­ins 2006.

Magni, sá fimmti í röðinni, er enn að störf­um. Á heimasíðu Faxa­flóa­hafna seg­ir að þörf fyr­ir svo öfl­ug­an drátt­ar­bát hafi auk­ist árin á und­an með komu mun stærri skipa. Í bátn­um eru mjög öfl­ug­ar bruna­dæl­ur. Góð aðstaða er fyr­ir áhöfn.

Og enn stækka skip­in og risa­stór skemmti­ferðaskip koma hingað á sumr­in. Þá mun Eim­skip á næsta ári taka í notk­un rúm­lega 26 þúsund tonna vöru­flutn­inga­skip. Þörf­in fyr­ir enn stærri drátt­ar­báta eykst því enn.

FaxaportsFaxaports linkedin