Nýtt varðskip Landhelgisgæslu Íslands, Freyja, kemur til Reykjavíkurhafnar í dag. Með þessari viðbót á Landhelgisgæslan nú orðið tvö öfl­ug varðskip sem eru sér ­út­bú­in til að sinna lög­gæslu, leit og björg­un á krefj­andi hafsvæðum um­hverf­is Ísland. Drátt­ar­geta Freyju er tæp­lega tvö­falt meiri en drátt­ar­geta varðskips­ins Þórs eða rúm 200 tonn. Fær­an­leg­ir kran­ar eru á aft­urþilfari skips­ins sem gera björg­un­ar­störf og aðra vinnu áhafn­ar­inn­ar auðveldari. Freyja er vel búin drátt­arspil­um þannig að hægt sé að taka stór og öfl­ug skip í tog. Áætlað er að Freyja liggi í Reykjavíkurhöfn næstu daga.

Faxaflóahafnir óska Landhelgisgæslunni innilega til hamingju með Freyju !

Ljósmynd: Landhelgisgæslan

FaxaportsFaxaports linkedin