Þann 15. maí árið 2020 var undirrituð viljayfirlýsing um landtengingu flutningaskipa í Sundahöfn sem hefur það að markmiði að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá skipum.  Landtengingar eru því hluti af bæði loftlagsáætlun stjórnvalda og Reykjavíkurborgar.

Í tilkynningu sem kom út í gær, þriðjudaginn 4. október, er óhætt að segja að um tímamót sé að ræða þegar kemur að vöruflutningum íslenskra skipa, því Eimskip var að skrifa undir samning við norska fyrirtækið Blueday Technology um kaup á búnaði til uppsetningar fyrir flutningaskip í Sundahöfn. Um er að ræða 11 kV háspennutengingu (2,0 MVA / 60 Hz), þá fyrstu sem sett er upp fyrir skip á Íslandi.  Eimskip er búið að ákveða að fyrstu tvö nýju flutningaskip Eimskips, Brúarfoss og Dettifoss, verði útbúin til að geta notað háspenntutengingu sem áætluð er í Sundahöfn. Með því að landtengja skipaflota sinn stefnir Eimskip á að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur 160 þúsund lítrum af olíu á ári, olíu sem að öðrum kosti hefði verið brennd við bryggjuna. Þetta jafngildir 24 hringjum í kringum jörðina á fólksbíl.

Faxaflóahafnir óska Eimskip til hamingju með þennan áfanga.

FaxaportsFaxaports linkedin