Í byrjun janúar 2021 voru 198 skipakomur farþegaskipa bókaðar til Faxaflóahafna með um 217 þús. farþega. Bókunarstaðan byggði á væntingum skipafélaganna að koma til hafnarsvæða fyrirtækisins. Um miðjan júní var bókunarstaðan komin niður í 92 skipakomur með 60 þús. farþega.

Rauntölur sem nú liggja fyrir árið 2021 eru hins vegar allt aðrar en upphaflega var bókað. Alls voru 68 skipakomur farþegaskipa árið 2021 með 18.950 farþega. Skipakomum fjölgaði en að sama skapi komu færri farþegar með hverju skipi, þar sem skipin sem komu hingað komu til lands voru lítil og miðlungsstór. Stóru farþegaskipin komu ekki árið 2021.

Rauntölur liggja nú fyrir árið 2021 og eru sem hér segir:

Hægt er að skipta farþegaskipum upp í þrjá flokka;

  • Lítil leiðangursskip = 50-350 farþegar
  • Miðlungs farþegaskip = 350-2.000 farþegar
  • Stór farþegaskip = 2.000-6.000 farþegar

Nú skulum við skoða þessar skipakomur nánar sem komu árið 2021. Af þeim 68 skipakomum sem nefndar eru hér að ofan voru 66 skipakomur með farþegaskipti, sbr. tölfu hér fyrir neðan. Skipakomur þessa árs voru að mestu hringsiglingar í kringum landið, fyrir utan tvær undantekningar þar sem skip höfðu viðkomu á erlendri grundu. Það þýðir að farþegar komu með flugi, gistu á hótelum, ferðuðust og versluðu innanlands áður en þeir fóru í hringsiglingar. Samfélagslega séð þá eru þetta verðmætir farþegar fyrir þjóðarhagsbúið, því þeir staldra lengur við og stuðla að verðmætasköpun innanlands.

Farþegaskip sem komu til Íslands árið 2021 þurftu að lúta eftirfarandi reglum

Skip þurfti að vera í 14 daga á sjó áður en það kom til landsins til að teljast hreint. Skipstjóra bar skylda að láta Landhelgisgæsluna vita af veikindum/smiti eigi síðar en 24 tímum fyrir komu skips til hafnar. Flest skipin í ár veittu áhöfn sinni ekki landleyfi til að forðast það að smit komi um borð.

Nánast allir farþegar komu með flugi í gegnum Keflavíkurflugvöll fyrir utan tvær undantekningar, þar sem skip kom sjóleiðina með farþega. Farþegar fóru í gegnum sama sóttvarnarferli og aðrir ferðamenn sem koma til landsins með flugi. Farþegar voru þar að auki skimaðir við komu um borð í skipið og voru í einangrun þar til niðurstaða var kominn. Reglur voru um borð í skipunum að farþegar þyrftu að vera fullbólusettir og ný skimaðir. Farþegar og áhöfn voru skimuð á hverjum degi um borð í skipunum. Læknar og hjúkrunarfræðingar voru um borð í skipunum og sinntu farþegum ef veikindi komu upp. Strangar sóttvarnarreglur gildu um borð og í öllum ferðum frá skipunum. Ef upp kom smit þá fór viðbragðsferli í gang til að einangra viðkomandi frá öðrum aðilum ásamt smitrakningu.

Siglingar gengu vel þetta árið og fá smit komu upp miðað við þann fjölda farþega sem kom með skipunum. Í þau skipti sem smit komu upp, þá var hægt að koma í veg fyrir útbreiðslu um borð í skipunum. Viðbragðsáætlanir voru til staðar hjá skipafélögum, Landhelgisgæslunni og Heilbrigðiskerfinu. Það sem gerir gæfumunin eru þessar daglegu skimanir um borð í skipunum. Það má segja að í árferði eins og þessu, þá séu þetta með betri ferðamönnum sem koma til landsins, þar sem um skipulagðar ferðir er að ræða sem auðveldar smitrakninu að miklu leyti.