Í ljósi aðstæðna í samfélaginu, þá hvetja Faxaflóahafnir skipaeigendur að setja upp jólaljós á skip sín þegar þau eru við bryggju. Jólaljósin gefa frá sér birtu og hlýju, sem er táknmynd vonar og jákvæðni. Það er fátt fallegra en að sjá jólaljós skipanna endurspegla boðskap hátíðarinnar; Trú, von og kærleika.