Nú er árið 2022 gengið í garð og því gott að fara yfir liðið ár. Faxaflóahafnir sf. hafa gert það að vana sínum að halda utan um yfirlit um skipakomur, tegundir skipa og stærð þeirra. Á árinu 2021 voru samtals 1.308 skipakomur. Ef við berum tölur ársins 2021 saman við tölur 2020, þá var aukning um 223 skipakomur milli ára eða rúmlega 21%. Aukning varð á flestum tegundum skipa milli ára: Flutningaskip (8%), Fiskiskip (35%), Farþegaskip (næstum 10földum frá fyrra ári), Rannsóknar- og varðskip (22%), Önnur skip (50%). Tankskipum fækkaði hins vegar um 5% milli ára.

Ef við skoðum nánar samtals brúttótonnatölu skipa sem koma til Faxaflóahafna, þá er sjáanlegur munur milli ára. Á árinu 2020 komu skip að stærð 6.849.496 brúttótonn til hafna Faxaflóahafna. Aukning var á heildarstærð skipa í brúttótonnum árið 2021 en þá fór heildarstærðin upp í 9.677.566 brúttótonn.

Hér að neðan má sjá þróunina á skipakomum frá árinu 2011 til 2021

a) Fjöldi skipa

b) Samanlögð stærð