Í dag, 11. júlí, kom í heimsókn til Faxaflóahafna, Dimitri Levrel, skipstjóri úr franska herflotanum. Dimitri sigldi á skólaskipinu Étoile til Reykjavíkur ásamt 28 manna áhöfn þann 9. júlí sl. og áætlar viðveru í höfuðborginni til 16. júlí nk.

Skólaskipið mun vera opið almenning frá kl. 09:00-17:00. Skipið er staðsett í Vesturbugt (við Sjóminjasafnið).

Dimitri Levrel skipstjóri skólaskipsins, Étoile, afhendir Jóni Þorvaldssyni aðstoðarhafnarstjóra skjöld í tilefni af komu skipsins til Reykjavíkur. Ljósmynd: Erna Kristjánsdóttir

Étoile að koma til Reykjavíkur. Ljósmynd: Jakob Jónsson.