Þjónustukönnun Faxaflóahafna sf. fyrir útgerðir smábáta í Reykjavík og á Akranesi er hér með framkvæmd í fyrsta sinn. Könnunina framkvæmir Erna Kristjánsdóttir og eftirleiðis verður könnunin framkvæmd á fimm ára fresti. Markmið þjónustukönnunarinnar er að afla upplýsinga frá smábátaeigendum sem eru í útgerð í Reykjavík og á Akranesi, þannig að hægt sé að fylgjast með þróun og breytingu í útgerð smábáta á hafnarsvæðinu. Núverandi aðstaða smábátaeigenda í Reykjavík er á eftirfarandi stöðum: Suðurbugt, Norðurbugt og á Verbúðarbryggju. Hins vegar er núverandi aðstaða smábátaeigenda á Akranesi við flotbryggjur á Akranesi.

Útgerð smábáta hefur smátt dregist saman síðustu árin og er það von Faxaflóahafna að með þessari könnun verði hægt að móta stefnu um framtíðarstarfsemi smábáta við Reykjavík og Akranes.

Í upphafi gagnaöflunar voru forsvarsmenn smábátaeigenda í Reykjavík og á Akranesi boðaðir á fund með Faxaflóahöfnum. Á fundinum var kynnt fyrir forsvarsmönnum smábátaeigenda að Faxaflóahafnir hefðu hug á því að útbúa þjónustukönnun fyrir smábátaeigendur sem eru eða hafa verið notendur á aðstöðu í Reykjavík eða á Akranesi. Óskað var eftir tengiliðalista frá Axeli Helgasyni formanni Landssambands smábátaeigenda fyrir hafnarsvæðið Reykjavík og Jóhannes Simonsen, formanni Smábátafélag Akraness fyrir hafnarsvæðið á Akranesi. Niðurstöður urðu þær að einn heildarlisti yfir smábátaeigendur fyrir Reykjavík og Akranes var fengin frá Axeli Helgasyni, formanni Landssambands smábátaeigenda. Staðlaður spurningalisti sem innihélt samtals 30 spurningar var sendur út rafrænt til smábátaeigenda. Notast var við Google forms til að halda utan um svörin. Smábátaeigendum voru gefnir 3 vikur til að svara þjónustukönnuninni og áminning var send út viku fyrir lok könnunarinnar.

Alls tóku 21 af 53 smábátaeigendum þátt í könnuninni með því að svara stöðluðum spurningum er varðar þeirra smábátarekstur. Af þeim sökum eru niðurstöður ekki að fullu marktækar, þar sem ekki er hægt að yfirfæra þær á heildina vegna drægrar þátttöku. Hins vegar munu Faxaflóahafnir nýta sér þessar upplýsingar á uppbyggilegan hátt, þ.e. með því leiðarljósi að betrumbæta aðstöðu fyrir smábátaeigendur í framtíðinni.

Áhugavert var að sjá hversu lítil nýliðun hefur verið í smábátaútgerð á þessari öld og vekur það upp spurningar hvað sé hægt að gera svo að snú þeirri þróun við. Smábátaútgerð setur svip sinn á hafnarlífið, enda hefur þessi útgerð verið stór hluti snar þáttur í íslensku mannlífi í gegnum aldirnar.. Reykjavík og Akranes sem heimahafnir virðist halda sínum sess hjá smábátaeigendum og virðist sem að aðkomubátar komi á báða staði til að landa. Því þarf að huga vel að þeirri aðstöðu sem smábátaeigendur kalla eftir: Aðkomu fyrir aðkomubáta, beituskúra, klósett og sturtur, bílastæði fyrir smábátaaðila nálægt viðlegu og svo að verja smábátahöfnina betur gegn veðri og vindum. Smábátaeigendur kölluðu eftir því að stöðugildi væri útbúið á vegum Faxaflóahafna til aðstoða þá á krana við uppskipun, sem og við þrif á körum og hafnarbakka eftir löndun. Formaður Snarfara hafði samband eftir að könnun var send út og lýsti yfir að þeir gætu aðstoðað þegar kæmi að bátalyftu/vagn. Snarfari keypti slíkt tæki á síðasta ári (kostar 35-50 m. kr.) og getur þjónustað alla smábáta á svæðinu, sé áhugi fyrir því.

Verbúðirnar virðast heilla smábátaeigendur og væru þeir til í að fá aðstöðu þar til að geta unnið við sýna vinnu. Möguleiki væri að útbúa sameiginlegt rými eða þá aðskilið. Það virtust flest allir vera sammála að umferðamál og umferðateningar á hafnarsvæðinu í Reykjavík væru mjög ábótavant en hins vegar á Akranesi virtust aðilar vera sátt við þetta. Það er ósk smábátaeigenda að hafa aðstöðu til að leggja bílum á meðan á veiði stendur, helst nálægt viðlegu þannig að ekki þurfi að bera þung veiðafæri langa leið. Það virðist vera óskastaða smábátaeigenda að færa viðlegu úr Suðurbugt í Vesturbugt fyrir framan Sjóminjasafnið. Með því væri hægt að skapa farsæla lausn fyrir smábátaeigendur að selja beint úr báti. Hins vegar yrði að koma upp aðstöðu, t.d. svipaðri og í Þórshöfn í Færeyjum, til að slíkt gæti gengið eftir. Nýta mætti þá aðstöðu enn frekar yfir sumartíman fyrir aðra viðburði.

Heilt yfir virðast þeir smábátaeigendur sem tóku þátt í þjónustukönnuninni sáttir við aðstöðuna í Reykjavík og á Akranesi. Hins vegar má alltaf gera betur og væri hugmynd fyrir Faxaflóahafnir í samstarfi við eigendur smábáta að fara vinna heildstæða stefnu um smábátastarfsemi í höfninni, þ.e. hvernig hægt sé að styrkja þá starfsemi í höfuðborginni og á Akranesi.

Skýrsluna er hægt að nálgast hér eða með því að smella á mynd hér að neðan.

 

FaxaportsFaxaports linkedin