Sumarið 2018 var gerð í annað sinn könnun á atvinnustarfsemi á Grundartanga. Það var Árni Steinn Viggósson sem framkvæmdi könnunina fyrir Faxaflóahafnir sf.

Fyrri könnun var gerð af eftirfarandi aðila árið:

 • 2014: Björn S. Lárusson

Meðal upplýsinga sem leitast var eftir að fá hjá fyrirtækjunum var eftirfarandi:  Heildar vöruflutningar um svæðið, fjöldi fyrirtækja og starfsmanna á svæðinu, eignarhald húsnæðis, framtíðarhorfur starfseminnar, mikilvægi staðsetningar, viðhorf til umferðarmála og fleira. Viðmælendum var einnig boðið að koma athugasemdum á framfæri við Faxaflóahafnir sf. Að lokum verða svo niðurstöður bornar saman við niðurstöður fyrri kannanna.

Meginmarkmiðið er að afla upplýsinga frá atvinnurekendum í Sundahöfn sem nýst gætu við:

 • Skipulagsvinnu og mótun stefnu um framtíðarstarfsemi á Grundartanga.
 • Að fylgjast með þróun og breytingum hjá fyrirtækjunum.
 • Sem hluti af kynningu og markaðssetningu á einstökum lóðum eða svæðum við Grundartanga.

 Áhugaverðar niðurstöður koma fram þegar bornar eru saman skýrslur ársins 2014 og 2018:

 • Heildar vöruflutningur í gegnum Grundartanga hefur aukist milli kannanna.
 • 12 fyrirtæki eru starfrækt á Grundartanga.
 • Alls starfa 1.028 starfsmenn á Grundartanga og er það fjölgun um 117 stöðugildi frá fyrri könnun.
 • Fjöldi fyrirtækja í eiginhúsnæði hefur fjölgað úr átta og upp í ellefu milli kannanna.
 • Mikilvægi staðsetningar skiptir meira máli í dag en áður.
 • Ekkert fyrirtæki á svæðinu hefur hug á því að draga úr starfsemi sinni eða flytja starfsemina annað.
 • Kannað var hvað viðmælendum fannst um eftirfarandi: Vegsamgöngur við Grundartanga, umferðamál innan Grundartanga, skipulag athafnasvæðis á Grundartanga, stoðþjónusta, umhverfismál, aðgengi á sjó, aðstaða við höfnina og öryggismál.

Áhugasamir geta lesið sig til um könnunina hér: