Sumarið 2018 var gerð í sjötta sinn könnun á atvinnustarfsemi í Gömlu höfninni. Árni Steinn Viggósson framkvæmdi könnunina fyrir Faxaflóahafnir sf. með aðstoð frá Elínu Birtu Pálsdóttur.

Fyrri kannanir voru gerðar af eftirfarandi aðilum árin:      

  • 1994: Matthildur Kr. Elmarsdóttir
  • 1998: Steinunn Elva Gunnarsdóttir
  • 2004: Gunnlaugur Einarsson
  • 2008: Sigríður Kr. Kristþórsdóttir
  • 2014: Bergþóra Bergsdóttir

Meðal upplýsinga sem leitast var eftir að fá hjá fyrirtækjunum má nefna starfsmannafjölda, eignarhald húsnæðis, framtíðarhorfur starfseminnar, mikilvægi staðsetningar, viðhorf til umferðarmála og fleira. Viðmælendum var einnig boðið að koma athugasemdum á framfæri við Faxaflóahafnir sf. Að lokum verða svo niðurstöður bornar saman við niðurstöður fyrri kannanna.

Meginmarkmiðið er að afla upplýsinga frá atvinnurekendum í Gömlu höfninni sem nýst gætu við:

  • Skipulagsvinnu og mótun stefnu um framtíðarstarfsemi við Gömlu höfnina.
  • Að fylgjast með þróun og breytingum á hafnarsvæðinu.
  • Sem hluti af sölugögnum við markaðssetningu á einstökum lóðum og svæðum.

 Áhugaverðar niðurstöður

  • Þróun í fjölda fyrirtækja við Gömlu höfnina er að taka breytingum.
  • Breyting hefur orðið á fyrirtækjum eftir atvinnugreinum á hafnarsvæði Gömlu hafnarinnar.
  • Fækkun er á þróun hafnsækinna fyrirtækja.
  • Fjöldi starfsmanna í Gömlu höfninni hefur aukist.
  • Hlutfall kvenna af heildarstarfsmönnum eftir atvinnugreinum sett fram.
  • Meira er af leiguhúsnæði en eigin húsnæði.
  • Fleiri lýstu yfir vilja að flytja starfsemina en áður.
  • Viðhorf til umferðar og umferðatengina innan Gömlu hafnarinnar fer hnignandi.
  • Áætluð umgengni um Gömlu höfnina sett fram.

Áhugasamir geta lesið sig til um könnunina hér.

 

 

FaxaportsFaxaports linkedin