Sumarið 2018 var gerð í sjötta sinn könnun á atvinnustarfsemi í Sundahöfn. Árni Steinn Viggósson framkvæmdi könnunina fyrir Faxaflóahafnir sf. með aðstoð frá Elínu Birtu Pálsdóttur.

Fyrri kannanir voru gerðar af eftirfarandi aðilum árin:

  • 1994: Matthildur Kr. Elmarsdóttir
  • 1998: Steinunn Elva Gunnarsdóttir
  • 2004: Gunnlaugur Einarsson
  • 2008: Sigríður Kr. Kristþórsdóttir
  • 2014: Bergþóra Bergsdóttir

Meðal upplýsinga sem leitast var eftir að fá hjá fyrirtækjunum má nefna starfsmannafjölda, eignarhald húsnæðis, framtíðarhorfur starfseminnar, mikilvægi staðsetningar, viðhorf til umferðarmála og fleira. Viðmælendum var einnig boðið að koma athugasemdum á framfæri við Faxaflóahafnir sf. Að lokum verða svo niðurstöður bornar saman við niðurstöður fyrri kannanna.

Meginmarkmiðið er að afla upplýsinga frá atvinnurekendum í Sundahöfn sem nýst gætu við:

  • Skipulagsvinnu og mótun stefnu um framtíðarstarfsemi í Sundahöfn.
  • Að fylgjast með þróun og breytingum á hafnarsvæðinu.
  • Kynningu og markaðssetningu á einstökum lóðum eða svæðum í Sundahöfn.

 Áhugaverðar niðurstöður koma fram þegar bornar eru saman skýrslur ársins 2014 og 2018:

  • Breyting hefur orðið á fyrirtækjum eftir atvinnugreinum á hafnarsvæði Sundahafnar.
  • Fjöldi starfsmanna í Sundahöfn og á jaðarsvæðum hefur aukist.
  • Kynjahlutfall hefur breyst í Sundahöfn, þ.e. konur eru orðnar 35 % starfsmanna.
  • Kynjahlutfall á jaðarsvæði hefur breyst, þ.e. konur eru 25 % starfsmanna.
  • Meira er af leiguhúsnæði en eigin húsnæði.
  • Færi huga að flutningum af Sundahafnasvæðinu.
  • Viðhorf til umferðar í og að Sundahöfn fer hnignandi.
  • Aukin þörf er fyrir betri almenningssamgöngum í og að Sundahöfn.
  • Eftirspurn eftir betra aðgengi hjólandi og gangandi vegfaranda hefur aukist.
  • Jákvætt viðhorf fyrirtækja til atvinnuþróunar í Sundarhöfn hefur aukist.

Áhugasamir geta lesið sig til um könnunina hér.

 

 

FaxaportsFaxaports linkedin