Um nokkra hríð hafa verið til skoðunar skipulagsmál á Sundahafnarsvæðinu m.a. með landgerð utan Klepps og nýjum viðlegubakka fyrir stækkandi skip. Ljóst er að framboð á lóðum í Sundahöfn er takmarkað og eftirspurn langt umfram það sem mögulegt er að verða við. Sundahöfn er hins vegar lykil höfn í inn- og útflutningi. Þess vegna er mikilvægt að höfnin geti sinnt hlutverki sínu til lengri framtíða. Í því sambandi eru nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga þegar starfsemin í Sundahöfn og skipulag er skoðað. M.a. hefur fyrirhuguð lega Sundabrautar áhrif svo og krafa um aukna hagkvæmni í nýtingu lands og skipulag umferðaræða til og frá framstöðvunum.

Í nýlegri skýrslu um atvinnustarrfsemi í Sundahöfn kemur m.a. fram að þar eru yfir 100 fyrirtæki og um starfsfólk í þeim fyrirttækjum um 3.500. Skýrsluna um starfsemi í Sundahöfn má sjá HÉR.

Á fyrri hluta ársins var ráðgjafasvið KPMG fengið til þess að skoða starfsemina í Sundahöfn út frá þróun í flutningum, áhrifaþætti á þá þróun, áætlað vörumagn til framtíðar og nýtingu lands auk fleiri þátta.
Skýrsla KPMG liggur nú fyrir og má sjá hana HÉR.