Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að söluhúsin við Ægisgarð hafa nú hlotið tilnefningu til Hönnunarverðlauna Íslands 2021, lesa má nánar um tilnefninguna hér. Verkefnið er einstaklega vel heppnað og húsin njóta mikillar athygli vegfarenda. Yrki arkitektar önnuðust hönnun húsanna, verkfræðihönnun var í höndum Hnit og Verkís, aðalverktaki var E. Sigurðsson ehf.

Í umsögn dómnefndar Hönnunarverðlauna Íslands segir:

„Söluhúsin við Ægisgarð eftir Yrki arkitekta eru lágstemmd og vel heppnuð röð húsa í góðu samtali við umhverfi sitt. Efnisnotkun og skali bygginganna er sá sami en ólíkar útfærslur á timburgrindum og -veggjum við hvert hús brjóta lengjuna upp og mynda ýmist skjól, bekki eða geymslurými. Viðbyggingar og borgarhúsgögn eru því inni í kerfi bygginganna og mynda rými fyrir fjölbreytta virkni og mannlíf á milli húsanna og í kringum þau.

Að innan er burðarvirki húsanna sýnilegt, sem skapar hráa en um leið fíngerða stemningu. Byggingarnar eru glerjaðar á tveimur hliðum sem tryggir góða dagsbirtu og skemmtilegt útsýni út á höfnina. Um er að ræða fallega og vandaða umgjörð sem heldur vel utan um fjölbreytilega starfsemi og daglegt mannlíf.“

Í september mánuði hlutu Yri arkitektar alþjóðlega viðurkenningu artitekúrvefsins A+ 2021 fyrir söluhúsin við Ægisgarð í flokknum “Commercial – Coworking Space”.  Upplýsingar um þá tilnefningu má sjá hér.

Ljósmynd: Darío Gustavo, Verkís

Ljósmynd: Darío Gustavo, Verkís

Ljósmynd: Darío Gustavo, Verkís

Ljósmynd: Darío Gustavo, Verkís

Ljósmynd: Darío Gustavo, Verkís

Ljósmynd: Darío Gustavo, Verkís