Á fundi stjórnar Faxalóahafna var m.a. fjallað um stöðu mála sem uppi er í samfélaginu öllu og áhrif hennar á rekstur Faxaflóahafna og viðskiptavina hafnarinnar.

Ljóst er að sameinlegs átaks er  þörf til að takast á við komandi mánuði en óvissan er enn sem komið er mikil og ekki ljóst hvernig mál þróast.  Af þessu tilefni samþykkti stjórnin eftirfarandi:

„Hafnarstjóri gerðir grein fyrir stöðu rekstrar og útliti og horfum næstu mánuði.  Hafnarstjórn óskar eftir uppfærðu yfirliti á næsta fundi stjórnar. Hafnarstjóra falið að hefja undirbúning að endurskoðun fjárhagsáætlunar 2020 með tillögum um mótvægisaðgerðir vegna áhrifa COVID 19 faraldursins á afkomu félagsins. Hafnarstjórn mun jafnframt skoða viðbrögð gagnvart viðskiptavinum.

Á síðustu vikum hefur forgangsverkefni Faxaflóahafna verið að tryggja órofna þjónustu við skip og þar eru flutningaskipin í forgangi.  Skipafélögin hafa einnig gripið til víðtækra ráðstafana til að flutningakeðjan til og frá landinu haldist órofin.

Ýmis fjárhagsleg verkefni blasa við samhliða þessu, en eftir því sem mál þróast þá skýrist vonandi myndin af því hver áhrifin verða og hvernig unnt er að bregðast við gagnvart viðskiptavinum hafnarinnar.

Ljósmynd: Pétur Kristjánsson